Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
banner
   fim 24. júlí 2025 13:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Newcastle horfir frekar til Sádi-Arabíu en til Liverpool
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: EPA
Eins og kom fram fyrr í dag þá hefur sænski sóknarmaðurinn Alexander Isak tjáð Newcastle það að hann vilji fara frá félaginu.

Isak er ekki tilbúinn að framlengja samning sinn við félagið sem rennur út árið 2028.

Isak hefur verið sterklega orðaður við Liverpool en Al-Hilal í Sádi-Arabíu hefur einnig áhuga á honum.

Samkvæmt heimildum TalkSPORT hefur Newcastle mun meiri áhuga á því að selja hann til Al-Hilal frekar en Liverpool, sem er keppinautur í ensku úrvalsdeildinni.

Talið er að Al-Hilal sé að undirbúa tilboð í Isak upp á 130 milljónir punda.
Athugasemdir
banner