
Besta deild kvenna snýr aftur með hvelli í kvöld þegar Breiðablik og Þróttur, tvö efstu lið deildarinnar, eigast við. Liðin tvö eru jöfn á toppnum fyrir leikinn og má með sanni segja að þetta sé stærsti leikur tímabilsins hingað til.
Við fengum Magnús Hauk Harðarson, sérfræðing Uppbótartímans - sem er hlaðvarp um kvennaboltann, til að rýna aðeins í þennan áhugaverða leik.
Við fengum Magnús Hauk Harðarson, sérfræðing Uppbótartímans - sem er hlaðvarp um kvennaboltann, til að rýna aðeins í þennan áhugaverða leik.
Hvernig leik erum við að búast við í kvöld?
„Fyrri hálfleikurinn verður frekar lokaður þar sem bæði lið fara varlega í sínu spili. Þróttarar hafa verið vel skipulagðar til baka í allt sumar og ég held að fyrri hálfleikur verði lokaður en góður taktískt séð. Um leið og Þróttur kemst yfir í byrjun seinni hálfleiks þá opnast þetta aðeins. Blikar fara að sækja meira og einstaklingsgæði Öglu Maríu og Sammy Smith munu skapa jöfnunarmark fyrir Blika; hvort það verði Berglind Björg eða einhver önnur."
Hvaða leikmenn munu hafa úrslitaáhrif?
„Þeir leikmenn sem skipta mestu máli í svona leik eru bestu leikmenn beggja liða. Að þessu sinni eru það Katie Cousins hjá Þrótti og Sammy Smith hjá Blikum. Það er augljósa valið. Ég ætla líka að benda á það að markverðir liðanna gætu haft úrslitaáhrif, hvort sem það eru góð eða slæm."
Einhverjir leikmenn sem fólk á sérstaklega að fylgjast með í kvöld?
„Á sama tíma ætla ég að benda fólki á að fylgjast með miðvörðum liðanna í þessum leik. Jelena Tinna hjá Þrótti og Elínu Helenu hjá Breiðabliki. Þetta eru miðverðir af nýja skólanum; eru stórar og hraðar, sparkvissar, góðar að koma boltanum í leik, fastar í návígjum og öflugar í loftinu. Þær hafa báðar verið frábærar í sumar."
Er þetta leikur sem gæti skorið úr um það hvaða lið verður meistari?
„Blikasigur myndi færa liðinu skrefi nær titlinum þó það sé mikið eftir. Markatala Blikana er frábær og er eitt aukastig á önnur lið. Það yrði stórkostlegt fyrir Íslandsmótið ef Þróttur myndi sækja þrjú stig í Kópavog í kvöld. Hvort það verði, það verður að koma í ljós."
Hver er þín spá fyrir leikinn?
„Mín spá er sú að Þróttur kemst yfir og Breiðablik jafnar. Ég ætla að setja það að Þróttur skori sigurmark á síðustu fimm mínútunum. Þróttur tapaði auðvitað niður forystu í fyrri leiknum en í þessum leik verður það Þróttur sem sigrar með sigurmarki frá Katie Cousins."
Athugasemdir