Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   fös 24. ágúst 2018 20:58
Gunnar Logi Gylfason
Brynjar Björn: Virkilega skemmtilegir leikir að horfa á
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var tekinn tali eftir markalaust jafntefli sinna manna gegn toppliði ÍA á Skaganum í kvöld þar sem heimamenn misnotuðu tvær vítaspyrnur.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  0 HK

„Það er í sjálfu sér ágæt úrslit að fá eitt stig uppi á Skaga, það er alltaf erfiður völlur að koma á. Við tökum það úr því sem komið var. Tvö víti sem Arnar ver frábærlega. Veit ekki hvort það hafi átt að vera neitt víti og kannski áttu að vera þrjú víti, það er ómögulegt að sjá það þar sem ég stend. Úrslit leiksins fín fyrir bæði lið held ég," sagði Brynjar inntur eftir viðbrögðum eftir leik.

HK og ÍA hafa nú mæst tvisvar í sumar en ekkert mark var skorað í leikjum liðanna.

„Frábærir leikir, tvö góð lið og gaman að spila við Skagann. Það eru, eins og þú segir, alvöru leikir og alvöru barátta og barist um alla bolta og menn reyna að setja boltann niður þegar það á við og reyna að spila honum. Virkilega skemmtilegir leikir að horfa á."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner