Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 24. september 2020 23:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Alex: Held að pabbi hefði viljað spila fyrir Arsenal
Rúnar Alex í búningi Arsenal.
Rúnar Alex í búningi Arsenal.
Mynd: Arsenal
Rúnar Alex Rúnarsson gekk í vikunni í raðir enska stórliðsins Arsenal frá franska félaginu Dijon.

Eins og staðan er núna verður íslenski landsliðsmarkvörðurinn varamarkvörður Bernd Leno.

Rúnar var í viðtali við heimasíðu Arsenal þar sem hann ræddi meðal annars um föður sinn, Rúnar Kristinsson. Rúnar er leikjahæsti landsliðsmaður Íslands og er núverandi þjálfari KR.

„Ég er ótrúlega stoltur af því sem hann afrekaði á sínum leikmannaferli. Ég vil gera hann stoltan," sagði Rúnar Alex.

Rúnar segir að hann og faðir sinn eigi mjög gott samband. „Ég held að hann hefði verið til í að spila fyrir Arsenal, en hann þarf bara að lifa það í gegnum mig. Ég þurfti að segja honum það tvisvar að ég væri að fara hingað, hann hélt ég væri að grínast."

„Fjölskylda mín verður mjög stolt af mér og ég er mjög stoltur af því sem ég hef afrekað."

Rúnar segist vera mjög spenntur fyrir því að upplifa ensku úrvalsdeildina sem leikmaður.

„Sem krakki á Íslandi fylgistu með íslensku deildinni og ensku úrvalsdeildinni. Allir á Íslandi eru miklir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar," sagði Rúnar Alex sem var bekknum hjá Arsenal gegn Leicester í deildabikarnum í gær.

Sjá einnig:
Rúnar um félagaskipti sonar síns: Frábært tækifæri fyrir hann
Athugasemdir
banner
banner
banner