banner
   fös 24. september 2021 20:46
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Bayern vann nýliðana - Markahrinu Lewandowski lokið
Leikmenn Bayern fagna í kvöld
Leikmenn Bayern fagna í kvöld
Mynd: EPA
Greuther Furth 1 - 3 Bayern
0-1 Thomas Muller ('10 )
0-2 Joshua Kimmich ('31 )
0-3 Sebastian Griesbeck ('68 , sjálfsmark)
1-3 Cedric Itten ('88 )
Rautt spjald: Benjamin Pavard, Bayern ('48)

Þýskalandsmeistarar Bayern München unnu nýliða Greuther Fürth 3-1 í þýsku deildinni í dag. Robert Lewandowski hafði skorað í fimmtán leikjum í röð í deildinni en mistókst að komast á blað í dag.

Thomas Müller kom Bayern yfir á 10. mínútuv eftir fyrirgjöf Alphonso Davies. Boltinn fór af leikmanni Fürt, fyrir fætur Müller sem skoraði með góðu skoti.

Joshua Kimmich tvöfaldaði forystuna tuttugu mínútum síðar. Lewandowski átti þá skot í slá stuttu síðar. Bayern spilaði manni færri mest allan síðari hálfleikinn eftir að Benjamin Pavard var rekinn af velli fyrir að ræna augljósu marktækifæri.

Það breytti þó ekki miklu. Sebastian Griesbeck gerði sjálfsmark á 68. mínútu eftir aukaspyrnu Joshua Kimmich. Lewandowski reyndi að komast í boltann, sem fór af Griesbeck og í netið.

Cedric Itten gerði mark fyrir gestina undir lokin eftir sendingu frá Timothy Tillman, fyrrum leikmanni Bayern. Lokatölur 3-1 og Bayern á toppnum með 16 stig.

Ótrúlegri markahrinu Lewandowski er lokið en Í heildina skoraði hann í nítján leikjum í röð ef allar keppnir eru teknar inn í dæmið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner