Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   sun 24. september 2023 15:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
Spennt að takast á við Popp og hinar stjörnurnar - „Eru kannski svolítið brotnar"
Guðrún Arnardóttir.
Guðrún Arnardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það var gott og mikilvægt að fá sigurinn. Við vörðumst vel en við hefðum getað haldið betur í boltann sóknarlega," sagði Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins, þegar hún ræddi við Fótbolta.net í dag.

Hún var þar að tala um leikinn á föstudagskvöld er Ísland vann 1-0 sigur gegn Wales í A-deild Þjóðadeildarinnar. „Við vorum fyrst og fremst gríðarlega sáttar með sigurinn."

„Við ætlum okkur stóra hluti í þessari Þjóðadeild. Það er ekki auðvelt en það er mikilvægt að mæta vel inn í hvern leik og það var mikilvægt að taka þrjú stig."

Stelpurnar eru núna mættar til Düsseldorf í Þýskalandi þar sem þær mæta heimakonum á þriðjudag. Það verður gríðarlega erfiður leikur.

„Við fengum góðan hvíldardag í gær og náðum að endurheimta," sagði Guðrún en stelpurnar ferðuðust yfir til Þýskalands í gærmorgun.

Það hefur ekki gengið vel hjá Þýskalandi upp á síðkastið. Þær áttu erfitt HM og töpuðu fyrir Danmörku í fyrsta leik í Þjóðadeildinni.

„Þetta eru gríðarlega sterkir einstaklingar, en þær hafa ekki verið að spila eftir getu á HM og í síðasta leik. Við sjáum tækifæri í því. Þær eru kannski svolítið brotnar og vonandi getum við nýtt okkur það þá," segir varnarmaðurinn öflugi en hvernig líst henni á að mæta stórstjörnu á borð við Alexöndru Popp?

„Mér finnst það bara geggjað. Það er skemmtilegt að máta sig við þessa stærstu leikmenn og stærstu lið. Það er það skemmtilegasta við þetta," sagði Guðrún en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner