Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   sun 24. september 2023 15:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
Spennt að takast á við Popp og hinar stjörnurnar - „Eru kannski svolítið brotnar"
Guðrún Arnardóttir.
Guðrún Arnardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það var gott og mikilvægt að fá sigurinn. Við vörðumst vel en við hefðum getað haldið betur í boltann sóknarlega," sagði Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins, þegar hún ræddi við Fótbolta.net í dag.

Hún var þar að tala um leikinn á föstudagskvöld er Ísland vann 1-0 sigur gegn Wales í A-deild Þjóðadeildarinnar. „Við vorum fyrst og fremst gríðarlega sáttar með sigurinn."

„Við ætlum okkur stóra hluti í þessari Þjóðadeild. Það er ekki auðvelt en það er mikilvægt að mæta vel inn í hvern leik og það var mikilvægt að taka þrjú stig."

Stelpurnar eru núna mættar til Düsseldorf í Þýskalandi þar sem þær mæta heimakonum á þriðjudag. Það verður gríðarlega erfiður leikur.

„Við fengum góðan hvíldardag í gær og náðum að endurheimta," sagði Guðrún en stelpurnar ferðuðust yfir til Þýskalands í gærmorgun.

Það hefur ekki gengið vel hjá Þýskalandi upp á síðkastið. Þær áttu erfitt HM og töpuðu fyrir Danmörku í fyrsta leik í Þjóðadeildinni.

„Þetta eru gríðarlega sterkir einstaklingar, en þær hafa ekki verið að spila eftir getu á HM og í síðasta leik. Við sjáum tækifæri í því. Þær eru kannski svolítið brotnar og vonandi getum við nýtt okkur það þá," segir varnarmaðurinn öflugi en hvernig líst henni á að mæta stórstjörnu á borð við Alexöndru Popp?

„Mér finnst það bara geggjað. Það er skemmtilegt að máta sig við þessa stærstu leikmenn og stærstu lið. Það er það skemmtilegasta við þetta," sagði Guðrún en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner