Man Utd vill fá Phillips - Newcastle fær leikmenn frá Sádi-Arabíu
Sölvi Geir stýrði Víkingum í úrslitaleiknum - „Arnar er í fjölskyldufríi fyrir norðan“
Halldór Árna: Þessir Bose-leikir gert mikið fyrir menn
Aron Jóhanns: Maggi reynt að fá mig þrisvar og mig langað að fara í öll skiptin
Ósátt með vinnubrögð Breiðabliks - „Fékk mig til að hugsa að þarna ætlaði ég ekki að vera lengur"
Endaði tímabilið á flugi - „Kallarnir voru sáttir en ég vil vera ofar"
„Er að reyna finna hjá sjálfum mér hvaða næsta skref er rökréttast"
Ísak Snær: Var mikið að hugsa hvort ég myndi spila fótbolta aftur
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
   sun 24. september 2023 15:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
Spennt að takast á við Popp og hinar stjörnurnar - „Eru kannski svolítið brotnar"
watermark Guðrún Arnardóttir.
Guðrún Arnardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það var gott og mikilvægt að fá sigurinn. Við vörðumst vel en við hefðum getað haldið betur í boltann sóknarlega," sagði Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins, þegar hún ræddi við Fótbolta.net í dag.

Hún var þar að tala um leikinn á föstudagskvöld er Ísland vann 1-0 sigur gegn Wales í A-deild Þjóðadeildarinnar. „Við vorum fyrst og fremst gríðarlega sáttar með sigurinn."

„Við ætlum okkur stóra hluti í þessari Þjóðadeild. Það er ekki auðvelt en það er mikilvægt að mæta vel inn í hvern leik og það var mikilvægt að taka þrjú stig."

Stelpurnar eru núna mættar til Düsseldorf í Þýskalandi þar sem þær mæta heimakonum á þriðjudag. Það verður gríðarlega erfiður leikur.

„Við fengum góðan hvíldardag í gær og náðum að endurheimta," sagði Guðrún en stelpurnar ferðuðust yfir til Þýskalands í gærmorgun.

Það hefur ekki gengið vel hjá Þýskalandi upp á síðkastið. Þær áttu erfitt HM og töpuðu fyrir Danmörku í fyrsta leik í Þjóðadeildinni.

„Þetta eru gríðarlega sterkir einstaklingar, en þær hafa ekki verið að spila eftir getu á HM og í síðasta leik. Við sjáum tækifæri í því. Þær eru kannski svolítið brotnar og vonandi getum við nýtt okkur það þá," segir varnarmaðurinn öflugi en hvernig líst henni á að mæta stórstjörnu á borð við Alexöndru Popp?

„Mér finnst það bara geggjað. Það er skemmtilegt að máta sig við þessa stærstu leikmenn og stærstu lið. Það er það skemmtilegasta við þetta," sagði Guðrún en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner