Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   sun 24. september 2023 15:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
Spennt að takast á við Popp og hinar stjörnurnar - „Eru kannski svolítið brotnar"
Guðrún Arnardóttir.
Guðrún Arnardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það var gott og mikilvægt að fá sigurinn. Við vörðumst vel en við hefðum getað haldið betur í boltann sóknarlega," sagði Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins, þegar hún ræddi við Fótbolta.net í dag.

Hún var þar að tala um leikinn á föstudagskvöld er Ísland vann 1-0 sigur gegn Wales í A-deild Þjóðadeildarinnar. „Við vorum fyrst og fremst gríðarlega sáttar með sigurinn."

„Við ætlum okkur stóra hluti í þessari Þjóðadeild. Það er ekki auðvelt en það er mikilvægt að mæta vel inn í hvern leik og það var mikilvægt að taka þrjú stig."

Stelpurnar eru núna mættar til Düsseldorf í Þýskalandi þar sem þær mæta heimakonum á þriðjudag. Það verður gríðarlega erfiður leikur.

„Við fengum góðan hvíldardag í gær og náðum að endurheimta," sagði Guðrún en stelpurnar ferðuðust yfir til Þýskalands í gærmorgun.

Það hefur ekki gengið vel hjá Þýskalandi upp á síðkastið. Þær áttu erfitt HM og töpuðu fyrir Danmörku í fyrsta leik í Þjóðadeildinni.

„Þetta eru gríðarlega sterkir einstaklingar, en þær hafa ekki verið að spila eftir getu á HM og í síðasta leik. Við sjáum tækifæri í því. Þær eru kannski svolítið brotnar og vonandi getum við nýtt okkur það þá," segir varnarmaðurinn öflugi en hvernig líst henni á að mæta stórstjörnu á borð við Alexöndru Popp?

„Mér finnst það bara geggjað. Það er skemmtilegt að máta sig við þessa stærstu leikmenn og stærstu lið. Það er það skemmtilegasta við þetta," sagði Guðrún en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner