Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. nóvember 2020 22:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fernandes: Sagði við Rashford að hann mætti taka næstu spyrnu
Fernandes með félaga sínum Fred eftir leikinn í kvöld.
Fernandes með félaga sínum Fred eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Getty Images
„Mér fannst við spila mjög vel," sagði miðjumaðurinn Bruno Fernandes eftir 4-1 sigur gegn Istanbul Basaksehir í Meistaradeildinni.

Úrslit kvöldsins:
Meistaradeildin: Man Utd aftur á sigurbraut - Stórlið áfram

„Við byrjuðum leikinn með rétt hugarfar. Fyrri hálfleikurinn var mjög mikilvægur í leið okkar að þremur stigum."

Fernandes skoraði tvennu en fyrra markið skoraði hann með þrumufleyg. „Þetta var mjög gott mark. Ég segi alltaf að við verðum að vera tilbúnir fyrir utan teiginn í þessum stöðum, líka stundum til að stöðva skyndisóknir."

United fékk vítaspyrnu í stöðunni 2-0 þegar brotið var á Marcus Rashford. Fernandes hefði getað fullkomnað þrennu sína, en hann er vítaskytta Man Utd. Portúgalinn leyfði hins vegar Rashford að taka vítið og Rashford skoraði af öryggi.

„Það vilja auðvitað allir skora þrennu, en eftir síðasta leik í deildinni sagði ég við Rashford að hann gæti tekið næstu spyrnu. Ég gleymdi því ekki, og hann er líka með markahæstu mönnum Meistaradeildarinnar og mikilvægt fyrir hann að hafa sjálfstraust. Það skiptir ekki máli hver tekur vítaspyrnurnar, svo lengi sem liðið skorar."
Athugasemdir
banner