Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
   fim 25. febrúar 2021 18:48
Arnar Laufdal Arnarsson
Helgi Sig: Við áttum að vera yfir í hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag áttust við Breiðablik og ÍBV í Lengjubikarnum en þar enduðu leikar 2-0 fyrir Breiðablik eftir mörk frá Gísla Eyjólfssyni og Guðjóni Pétri Lýðssyni en bæði mörkin komu á seinustu 10 mínútum leiksins.

"Þetta var mikið svekkelsi því menn voru búnir að leggja þvílikt mikið í þennan leik og spila varnarleikinn frábærlega í dag og síðan vorum við með flottar skyndisóknir inn á milli og að mínu mati áttum við að vera yfir í hálfleik við vorum búnir að fá tvö eða þrjú bestu færi leiksins og þar að meðal tvö dauðafæri en náðum ekki að nýta þau en vorum allan tímann að vinna og leggja okkur fram og það er númer eitt tvö og þrjú þannig ef við gerum það eins og við gerðum í dag þá kvíði ég ekki framtíðinni" Sagði Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV í viðtali eftir leik.

Hvernig finnst Helga staðan á liðinu vera eftir þessa fyrstu þrjá leiki í Lengjubikarnum?

"Hún er alltaf að verða betri og betri og hún tileinkast smá að því að útlendingarnir eru rétt að koma inn núna til okkar, eru ferskir en lenda í smá mótbyr að því þeir lenda í miklum æfingum og svoleiðis og þeir eru kannski smá þungir en þeir lögðu sig allir fram og spiluðu frábærlega hér í dag þannig þetta lítur bara þokkalega vel út, auðvitað er maður ekki sáttur með að tapa fótboltaleikjum og maður vill alltaf vinna leiki en maður verður að taka það jákvæða út úr þessu"

Gary Martin var í fyrsta skipti í leikmannahópi ÍBV á þessu tímabili og kom inn á í seinni hálfleik, hver er staðan á honum?

"Hann var bara að losna í gær úr sóttkví þannig staðan á honum er bara þokkaleg en hann er ítið búinn að vera í bolta og við þurfum bara að koma honum í gott stand sem fyrst sem og öðrum leikmönnum sem eru nýkomnir til okkar, við erum bara að fá leikmenn seint inn núna og það er bara eins og það er þannig þetta lítur bara nokkuð vel út og við verðum að halda rétt á spöðunum"

Hvernig standa leikmannmálin hjá ÍBV? Fleiri leikmenn á leið til eyja?

" Það verður bara að koma í ljós, við erum alltaf að skoða í kringum okkur en það verða þá að vera menn sem maður helst þekkir og er ekki að taka mikla sénsa með en hvort einhver komi, vonandi en ég get ekki lofað því"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner