Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
banner
   fim 25. febrúar 2021 18:48
Arnar Laufdal Arnarsson
Helgi Sig: Við áttum að vera yfir í hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag áttust við Breiðablik og ÍBV í Lengjubikarnum en þar enduðu leikar 2-0 fyrir Breiðablik eftir mörk frá Gísla Eyjólfssyni og Guðjóni Pétri Lýðssyni en bæði mörkin komu á seinustu 10 mínútum leiksins.

"Þetta var mikið svekkelsi því menn voru búnir að leggja þvílikt mikið í þennan leik og spila varnarleikinn frábærlega í dag og síðan vorum við með flottar skyndisóknir inn á milli og að mínu mati áttum við að vera yfir í hálfleik við vorum búnir að fá tvö eða þrjú bestu færi leiksins og þar að meðal tvö dauðafæri en náðum ekki að nýta þau en vorum allan tímann að vinna og leggja okkur fram og það er númer eitt tvö og þrjú þannig ef við gerum það eins og við gerðum í dag þá kvíði ég ekki framtíðinni" Sagði Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV í viðtali eftir leik.

Hvernig finnst Helga staðan á liðinu vera eftir þessa fyrstu þrjá leiki í Lengjubikarnum?

"Hún er alltaf að verða betri og betri og hún tileinkast smá að því að útlendingarnir eru rétt að koma inn núna til okkar, eru ferskir en lenda í smá mótbyr að því þeir lenda í miklum æfingum og svoleiðis og þeir eru kannski smá þungir en þeir lögðu sig allir fram og spiluðu frábærlega hér í dag þannig þetta lítur bara þokkalega vel út, auðvitað er maður ekki sáttur með að tapa fótboltaleikjum og maður vill alltaf vinna leiki en maður verður að taka það jákvæða út úr þessu"

Gary Martin var í fyrsta skipti í leikmannahópi ÍBV á þessu tímabili og kom inn á í seinni hálfleik, hver er staðan á honum?

"Hann var bara að losna í gær úr sóttkví þannig staðan á honum er bara þokkaleg en hann er ítið búinn að vera í bolta og við þurfum bara að koma honum í gott stand sem fyrst sem og öðrum leikmönnum sem eru nýkomnir til okkar, við erum bara að fá leikmenn seint inn núna og það er bara eins og það er þannig þetta lítur bara nokkuð vel út og við verðum að halda rétt á spöðunum"

Hvernig standa leikmannmálin hjá ÍBV? Fleiri leikmenn á leið til eyja?

" Það verður bara að koma í ljós, við erum alltaf að skoða í kringum okkur en það verða þá að vera menn sem maður helst þekkir og er ekki að taka mikla sénsa með en hvort einhver komi, vonandi en ég get ekki lofað því"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner