Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fim 25. febrúar 2021 18:48
Arnar Laufdal Arnarsson
Helgi Sig: Við áttum að vera yfir í hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag áttust við Breiðablik og ÍBV í Lengjubikarnum en þar enduðu leikar 2-0 fyrir Breiðablik eftir mörk frá Gísla Eyjólfssyni og Guðjóni Pétri Lýðssyni en bæði mörkin komu á seinustu 10 mínútum leiksins.

"Þetta var mikið svekkelsi því menn voru búnir að leggja þvílikt mikið í þennan leik og spila varnarleikinn frábærlega í dag og síðan vorum við með flottar skyndisóknir inn á milli og að mínu mati áttum við að vera yfir í hálfleik við vorum búnir að fá tvö eða þrjú bestu færi leiksins og þar að meðal tvö dauðafæri en náðum ekki að nýta þau en vorum allan tímann að vinna og leggja okkur fram og það er númer eitt tvö og þrjú þannig ef við gerum það eins og við gerðum í dag þá kvíði ég ekki framtíðinni" Sagði Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV í viðtali eftir leik.

Hvernig finnst Helga staðan á liðinu vera eftir þessa fyrstu þrjá leiki í Lengjubikarnum?

"Hún er alltaf að verða betri og betri og hún tileinkast smá að því að útlendingarnir eru rétt að koma inn núna til okkar, eru ferskir en lenda í smá mótbyr að því þeir lenda í miklum æfingum og svoleiðis og þeir eru kannski smá þungir en þeir lögðu sig allir fram og spiluðu frábærlega hér í dag þannig þetta lítur bara þokkalega vel út, auðvitað er maður ekki sáttur með að tapa fótboltaleikjum og maður vill alltaf vinna leiki en maður verður að taka það jákvæða út úr þessu"

Gary Martin var í fyrsta skipti í leikmannahópi ÍBV á þessu tímabili og kom inn á í seinni hálfleik, hver er staðan á honum?

"Hann var bara að losna í gær úr sóttkví þannig staðan á honum er bara þokkaleg en hann er ítið búinn að vera í bolta og við þurfum bara að koma honum í gott stand sem fyrst sem og öðrum leikmönnum sem eru nýkomnir til okkar, við erum bara að fá leikmenn seint inn núna og það er bara eins og það er þannig þetta lítur bara nokkuð vel út og við verðum að halda rétt á spöðunum"

Hvernig standa leikmannmálin hjá ÍBV? Fleiri leikmenn á leið til eyja?

" Það verður bara að koma í ljós, við erum alltaf að skoða í kringum okkur en það verða þá að vera menn sem maður helst þekkir og er ekki að taka mikla sénsa með en hvort einhver komi, vonandi en ég get ekki lofað því"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner