City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
   þri 25. febrúar 2025 14:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkin
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Víkingar kynntu Gylfa Þór Sigurðsson til leiks á fréttamannafundi í dag.
Víkingar kynntu Gylfa Þór Sigurðsson til leiks á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Úr leik Víkinga og Panathinaikos.
Úr leik Víkinga og Panathinaikos.
Mynd: EPA
„Ég er virkilega sáttur. Það er gaman að sjá Gylfa klæðast Víkingstreyjunni, hún fer honum einstaklega vel," sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga, í viðtali við Fótbolta.net í dag.

Haldinn var blaðamannafundur í dag á Víkingsvelli þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var formlega kynntur sem leikmaður Víkings.

„Ég heyrði í Gylfa þegar hann skrifaði undir 18. febrúar, á afmælisdeginum mínum. Samskiptin voru á þann veg að ég er virkilega sáttur að fá hann í félagið. Hann var veikur í gær og í fyrradag, þannig að við höfum ekkert náð að hittast en við eigum eftir að fara yfir hans hlutverk í liðinu og hvað ég vil fá frá honum," segir Sölvi.

„Það er gott að fá hann inn í hópinn þar sem hann bætir leikmennina svo mikið í kringum sig. Menn geta litið upp til hans hvernig hann ber sig á æfingasvæðinu og hvað hann er mikill sigurvegari. Hann passar mjög vel inn í Víkingsumhverfið."

Svekktir að komast ekki áfram
Víkingar eru tiltölulega nýkomnir aftur til landsins eftir að hafa leikið gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni. Hvernig hefur gengið að melta það einvígi?

„Það hefur bara gengið vel. Við erum virkilega sáttir með frammistöðu okkar í Evrópu. Við áttum hrikalega gott einvígi gegn Panathinaikos þar sem okkur fannst við geta farið áfram. Horfandi á leikina aftur er maður virkilega sáttur," sagði Sölvi.

„Við vorum að skapa okkur betri færi en Panathinaikos og megum vera svekktir við að komast ekki áfram sem er skrítið að hugsa út í þegar þú ert kominn á þetta stig og á þessa stærðagráðu. Það segir bara hversu öflugur hópurinn er og hversu góð frammistaðan var í Evrópu."

„Við erum bara þannig að við viljum gera alltaf betur," sagði Sölvi aðspurður að því hvort honum langi ekki bara í meira núna. Markmiðið fyrir komandi tímabil eru að taka alla titla sem eru í boði.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner