Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   þri 25. febrúar 2025 14:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkin
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Víkingar kynntu Gylfa Þór Sigurðsson til leiks á fréttamannafundi í dag.
Víkingar kynntu Gylfa Þór Sigurðsson til leiks á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Úr leik Víkinga og Panathinaikos.
Úr leik Víkinga og Panathinaikos.
Mynd: EPA
„Ég er virkilega sáttur. Það er gaman að sjá Gylfa klæðast Víkingstreyjunni, hún fer honum einstaklega vel," sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga, í viðtali við Fótbolta.net í dag.

Haldinn var blaðamannafundur í dag á Víkingsvelli þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var formlega kynntur sem leikmaður Víkings.

„Ég heyrði í Gylfa þegar hann skrifaði undir 18. febrúar, á afmælisdeginum mínum. Samskiptin voru á þann veg að ég er virkilega sáttur að fá hann í félagið. Hann var veikur í gær og í fyrradag, þannig að við höfum ekkert náð að hittast en við eigum eftir að fara yfir hans hlutverk í liðinu og hvað ég vil fá frá honum," segir Sölvi.

„Það er gott að fá hann inn í hópinn þar sem hann bætir leikmennina svo mikið í kringum sig. Menn geta litið upp til hans hvernig hann ber sig á æfingasvæðinu og hvað hann er mikill sigurvegari. Hann passar mjög vel inn í Víkingsumhverfið."

Svekktir að komast ekki áfram
Víkingar eru tiltölulega nýkomnir aftur til landsins eftir að hafa leikið gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni. Hvernig hefur gengið að melta það einvígi?

„Það hefur bara gengið vel. Við erum virkilega sáttir með frammistöðu okkar í Evrópu. Við áttum hrikalega gott einvígi gegn Panathinaikos þar sem okkur fannst við geta farið áfram. Horfandi á leikina aftur er maður virkilega sáttur," sagði Sölvi.

„Við vorum að skapa okkur betri færi en Panathinaikos og megum vera svekktir við að komast ekki áfram sem er skrítið að hugsa út í þegar þú ert kominn á þetta stig og á þessa stærðagráðu. Það segir bara hversu öflugur hópurinn er og hversu góð frammistaðan var í Evrópu."

„Við erum bara þannig að við viljum gera alltaf betur," sagði Sölvi aðspurður að því hvort honum langi ekki bara í meira núna. Markmiðið fyrir komandi tímabil eru að taka alla titla sem eru í boði.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner