Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   þri 25. febrúar 2025 14:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkin
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Víkingar kynntu Gylfa Þór Sigurðsson til leiks á fréttamannafundi í dag.
Víkingar kynntu Gylfa Þór Sigurðsson til leiks á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Úr leik Víkinga og Panathinaikos.
Úr leik Víkinga og Panathinaikos.
Mynd: EPA
„Ég er virkilega sáttur. Það er gaman að sjá Gylfa klæðast Víkingstreyjunni, hún fer honum einstaklega vel," sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga, í viðtali við Fótbolta.net í dag.

Haldinn var blaðamannafundur í dag á Víkingsvelli þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var formlega kynntur sem leikmaður Víkings.

„Ég heyrði í Gylfa þegar hann skrifaði undir 18. febrúar, á afmælisdeginum mínum. Samskiptin voru á þann veg að ég er virkilega sáttur að fá hann í félagið. Hann var veikur í gær og í fyrradag, þannig að við höfum ekkert náð að hittast en við eigum eftir að fara yfir hans hlutverk í liðinu og hvað ég vil fá frá honum," segir Sölvi.

„Það er gott að fá hann inn í hópinn þar sem hann bætir leikmennina svo mikið í kringum sig. Menn geta litið upp til hans hvernig hann ber sig á æfingasvæðinu og hvað hann er mikill sigurvegari. Hann passar mjög vel inn í Víkingsumhverfið."

Svekktir að komast ekki áfram
Víkingar eru tiltölulega nýkomnir aftur til landsins eftir að hafa leikið gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni. Hvernig hefur gengið að melta það einvígi?

„Það hefur bara gengið vel. Við erum virkilega sáttir með frammistöðu okkar í Evrópu. Við áttum hrikalega gott einvígi gegn Panathinaikos þar sem okkur fannst við geta farið áfram. Horfandi á leikina aftur er maður virkilega sáttur," sagði Sölvi.

„Við vorum að skapa okkur betri færi en Panathinaikos og megum vera svekktir við að komast ekki áfram sem er skrítið að hugsa út í þegar þú ert kominn á þetta stig og á þessa stærðagráðu. Það segir bara hversu öflugur hópurinn er og hversu góð frammistaðan var í Evrópu."

„Við erum bara þannig að við viljum gera alltaf betur," sagði Sölvi aðspurður að því hvort honum langi ekki bara í meira núna. Markmiðið fyrir komandi tímabil eru að taka alla titla sem eru í boði.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner