Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 25. febrúar 2025 14:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkin
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Víkingar kynntu Gylfa Þór Sigurðsson til leiks á fréttamannafundi í dag.
Víkingar kynntu Gylfa Þór Sigurðsson til leiks á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Úr leik Víkinga og Panathinaikos.
Úr leik Víkinga og Panathinaikos.
Mynd: EPA
„Ég er virkilega sáttur. Það er gaman að sjá Gylfa klæðast Víkingstreyjunni, hún fer honum einstaklega vel," sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga, í viðtali við Fótbolta.net í dag.

Haldinn var blaðamannafundur í dag á Víkingsvelli þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var formlega kynntur sem leikmaður Víkings.

„Ég heyrði í Gylfa þegar hann skrifaði undir 18. febrúar, á afmælisdeginum mínum. Samskiptin voru á þann veg að ég er virkilega sáttur að fá hann í félagið. Hann var veikur í gær og í fyrradag, þannig að við höfum ekkert náð að hittast en við eigum eftir að fara yfir hans hlutverk í liðinu og hvað ég vil fá frá honum," segir Sölvi.

„Það er gott að fá hann inn í hópinn þar sem hann bætir leikmennina svo mikið í kringum sig. Menn geta litið upp til hans hvernig hann ber sig á æfingasvæðinu og hvað hann er mikill sigurvegari. Hann passar mjög vel inn í Víkingsumhverfið."

Svekktir að komast ekki áfram
Víkingar eru tiltölulega nýkomnir aftur til landsins eftir að hafa leikið gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni. Hvernig hefur gengið að melta það einvígi?

„Það hefur bara gengið vel. Við erum virkilega sáttir með frammistöðu okkar í Evrópu. Við áttum hrikalega gott einvígi gegn Panathinaikos þar sem okkur fannst við geta farið áfram. Horfandi á leikina aftur er maður virkilega sáttur," sagði Sölvi.

„Við vorum að skapa okkur betri færi en Panathinaikos og megum vera svekktir við að komast ekki áfram sem er skrítið að hugsa út í þegar þú ert kominn á þetta stig og á þessa stærðagráðu. Það segir bara hversu öflugur hópurinn er og hversu góð frammistaðan var í Evrópu."

„Við erum bara þannig að við viljum gera alltaf betur," sagði Sölvi aðspurður að því hvort honum langi ekki bara í meira núna. Markmiðið fyrir komandi tímabil eru að taka alla titla sem eru í boði.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner