Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 25. febrúar 2025 14:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkin
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Víkingar kynntu Gylfa Þór Sigurðsson til leiks á fréttamannafundi í dag.
Víkingar kynntu Gylfa Þór Sigurðsson til leiks á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Úr leik Víkinga og Panathinaikos.
Úr leik Víkinga og Panathinaikos.
Mynd: EPA
„Ég er virkilega sáttur. Það er gaman að sjá Gylfa klæðast Víkingstreyjunni, hún fer honum einstaklega vel," sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga, í viðtali við Fótbolta.net í dag.

Haldinn var blaðamannafundur í dag á Víkingsvelli þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var formlega kynntur sem leikmaður Víkings.

„Ég heyrði í Gylfa þegar hann skrifaði undir 18. febrúar, á afmælisdeginum mínum. Samskiptin voru á þann veg að ég er virkilega sáttur að fá hann í félagið. Hann var veikur í gær og í fyrradag, þannig að við höfum ekkert náð að hittast en við eigum eftir að fara yfir hans hlutverk í liðinu og hvað ég vil fá frá honum," segir Sölvi.

„Það er gott að fá hann inn í hópinn þar sem hann bætir leikmennina svo mikið í kringum sig. Menn geta litið upp til hans hvernig hann ber sig á æfingasvæðinu og hvað hann er mikill sigurvegari. Hann passar mjög vel inn í Víkingsumhverfið."

Svekktir að komast ekki áfram
Víkingar eru tiltölulega nýkomnir aftur til landsins eftir að hafa leikið gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni. Hvernig hefur gengið að melta það einvígi?

„Það hefur bara gengið vel. Við erum virkilega sáttir með frammistöðu okkar í Evrópu. Við áttum hrikalega gott einvígi gegn Panathinaikos þar sem okkur fannst við geta farið áfram. Horfandi á leikina aftur er maður virkilega sáttur," sagði Sölvi.

„Við vorum að skapa okkur betri færi en Panathinaikos og megum vera svekktir við að komast ekki áfram sem er skrítið að hugsa út í þegar þú ert kominn á þetta stig og á þessa stærðagráðu. Það segir bara hversu öflugur hópurinn er og hversu góð frammistaðan var í Evrópu."

„Við erum bara þannig að við viljum gera alltaf betur," sagði Sölvi aðspurður að því hvort honum langi ekki bara í meira núna. Markmiðið fyrir komandi tímabil eru að taka alla titla sem eru í boði.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner