Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck „leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik"
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
   mið 25. maí 2022 22:17
Sverrir Örn Einarsson
Maggi Matt og partí í stúkunni: Tókum Keflavík nokkuð þægilega
Mynd: Njarðvík
Það er taumlaus gleði hjá Njarðvíkingum sem hreinlega rúlluðu yfir granna sína í Keflavík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Njarðvík leikur í 2. deild en vann Bestu deildarlið Keflavíkur 4-1 á útivelli.

Magnús Þórir Matthíasson skoraði tvívegis fyrir Njarðvík en hann lék fjölmörg tímabil með Keflavík á sínum ferli.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  4 Njarðvík

„Ég var strax gríðarlega spenntur þegar við fengum Keflavík í drættinum og mér leið alltaf vel með þennan leik," sagði Magnús Þórir við Fótbolta.net eftir leikinn.

Viðtalið var tekið með stúkuna í bakgrunni og þar voru Njarðvíkingar með sigurgleði. Myndgæðin í viðtalinu eru alls ekki upp á það besta en stemningin til fyrirmyndar.

„Maður fékk strax kraft í upphitun, þá var komið fullt af fólki á völlinn. Þetta var gríðarlega skemmtilegt. Það var búið að vera 'banter' í bæjarfélaginu og byggja upp spennu. Við erum í 2. deild en tókum Keflvíkinga nokkuð þægilega myndi ég segja."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner