Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   mið 25. maí 2022 22:17
Sverrir Örn Einarsson
Maggi Matt og partí í stúkunni: Tókum Keflavík nokkuð þægilega
Mynd: Njarðvík
Það er taumlaus gleði hjá Njarðvíkingum sem hreinlega rúlluðu yfir granna sína í Keflavík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Njarðvík leikur í 2. deild en vann Bestu deildarlið Keflavíkur 4-1 á útivelli.

Magnús Þórir Matthíasson skoraði tvívegis fyrir Njarðvík en hann lék fjölmörg tímabil með Keflavík á sínum ferli.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  4 Njarðvík

„Ég var strax gríðarlega spenntur þegar við fengum Keflavík í drættinum og mér leið alltaf vel með þennan leik," sagði Magnús Þórir við Fótbolta.net eftir leikinn.

Viðtalið var tekið með stúkuna í bakgrunni og þar voru Njarðvíkingar með sigurgleði. Myndgæðin í viðtalinu eru alls ekki upp á það besta en stemningin til fyrirmyndar.

„Maður fékk strax kraft í upphitun, þá var komið fullt af fólki á völlinn. Þetta var gríðarlega skemmtilegt. Það var búið að vera 'banter' í bæjarfélaginu og byggja upp spennu. Við erum í 2. deild en tókum Keflvíkinga nokkuð þægilega myndi ég segja."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner