Solskjær, Alonso, Tel, Reijnders, Kimmich, Zaniolo, Watkins og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
Gregg: Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu þetta vera í lagi
Mætt í Meistaradeildina - Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar snýr aftur
Upplifir drauminn í sumar - „Mjög erfitt að segja nei við FCK"
Jóhann Birnir: Félag sem ætti frekar að verja að berjast um að komast í efstu deild
Ber sterkar taugar til FH en samdi við Val - „Maður þarf stundum að vera smá eigingjarn"
Birgir Steinn: KR getur farið alla leið
Arnór Gauti: Vil sanna mig á stærra sviði og reyna að komast út
Alex: KR er stærsti klúbburinn
Gunnar valdi FCK fram yfir önnur stór félög - „Elskaði þetta strax eftir fyrstu æfingu"
Jakob Franz: Valur sýndi meiri áhuga en KR
Jasmín Erla: Sagði Stjörnunni strax eftir tímabil að ég væri til í breytingu
banner
   mið 25. maí 2022 22:17
Sverrir Örn Einarsson
Maggi Matt og partí í stúkunni: Tókum Keflavík nokkuð þægilega
Mynd: Njarðvík
Það er taumlaus gleði hjá Njarðvíkingum sem hreinlega rúlluðu yfir granna sína í Keflavík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Njarðvík leikur í 2. deild en vann Bestu deildarlið Keflavíkur 4-1 á útivelli.

Magnús Þórir Matthíasson skoraði tvívegis fyrir Njarðvík en hann lék fjölmörg tímabil með Keflavík á sínum ferli.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  4 Njarðvík

„Ég var strax gríðarlega spenntur þegar við fengum Keflavík í drættinum og mér leið alltaf vel með þennan leik," sagði Magnús Þórir við Fótbolta.net eftir leikinn.

Viðtalið var tekið með stúkuna í bakgrunni og þar voru Njarðvíkingar með sigurgleði. Myndgæðin í viðtalinu eru alls ekki upp á það besta en stemningin til fyrirmyndar.

„Maður fékk strax kraft í upphitun, þá var komið fullt af fólki á völlinn. Þetta var gríðarlega skemmtilegt. Það var búið að vera 'banter' í bæjarfélaginu og byggja upp spennu. Við erum í 2. deild en tókum Keflvíkinga nokkuð þægilega myndi ég segja."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner