Það er taumlaus gleði hjá Njarðvíkingum sem hreinlega rúlluðu yfir granna sína í Keflavík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Njarðvík leikur í 2. deild en vann Bestu deildarlið Keflavíkur 4-1 á útivelli.
Magnús Þórir Matthíasson skoraði tvívegis fyrir Njarðvík en hann lék fjölmörg tímabil með Keflavík á sínum ferli.
Magnús Þórir Matthíasson skoraði tvívegis fyrir Njarðvík en hann lék fjölmörg tímabil með Keflavík á sínum ferli.
Lestu um leikinn: Keflavík 1 - 4 Njarðvík
„Ég var strax gríðarlega spenntur þegar við fengum Keflavík í drættinum og mér leið alltaf vel með þennan leik," sagði Magnús Þórir við Fótbolta.net eftir leikinn.
Viðtalið var tekið með stúkuna í bakgrunni og þar voru Njarðvíkingar með sigurgleði. Myndgæðin í viðtalinu eru alls ekki upp á það besta en stemningin til fyrirmyndar.
„Maður fékk strax kraft í upphitun, þá var komið fullt af fólki á völlinn. Þetta var gríðarlega skemmtilegt. Það var búið að vera 'banter' í bæjarfélaginu og byggja upp spennu. Við erum í 2. deild en tókum Keflvíkinga nokkuð þægilega myndi ég segja."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir