Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   mið 25. maí 2022 22:17
Sverrir Örn Einarsson
Maggi Matt og partí í stúkunni: Tókum Keflavík nokkuð þægilega
Mynd: Njarðvík
Það er taumlaus gleði hjá Njarðvíkingum sem hreinlega rúlluðu yfir granna sína í Keflavík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Njarðvík leikur í 2. deild en vann Bestu deildarlið Keflavíkur 4-1 á útivelli.

Magnús Þórir Matthíasson skoraði tvívegis fyrir Njarðvík en hann lék fjölmörg tímabil með Keflavík á sínum ferli.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  4 Njarðvík

„Ég var strax gríðarlega spenntur þegar við fengum Keflavík í drættinum og mér leið alltaf vel með þennan leik," sagði Magnús Þórir við Fótbolta.net eftir leikinn.

Viðtalið var tekið með stúkuna í bakgrunni og þar voru Njarðvíkingar með sigurgleði. Myndgæðin í viðtalinu eru alls ekki upp á það besta en stemningin til fyrirmyndar.

„Maður fékk strax kraft í upphitun, þá var komið fullt af fólki á völlinn. Þetta var gríðarlega skemmtilegt. Það var búið að vera 'banter' í bæjarfélaginu og byggja upp spennu. Við erum í 2. deild en tókum Keflvíkinga nokkuð þægilega myndi ég segja."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner