Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 25. maí 2023 22:26
Stefán Marteinn Ólafsson
Hólmar Örn: Þú þarft að leyfa svona leik aðeins að fljóta
Hólmar Örn Eyjólfsson leikmaður Vals
Hólmar Örn Eyjólfsson leikmaður Vals
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Valsmenn heimsóttu Breiðablik í kvöld á Kópavogsvelli þegar fyrsti leikur 13.umferðar Bestu deildarinnar fór fram rúmlega mánuði á undan restinni af umferðinni.

Leikur Breiðabliks og Vals var færður framar til að koma til móts við Breiðablik sem verður að spila í evrópukeppni þegar 13.umferðin fer fram.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

„Gríðarlega svekkjandi. Við vorum með önnur markmið fyrir þennan leik og hann spilaðist ekki eins og við vildum að hann spilaðist og bara fyrst og fremst gríðarlega svekkjandi." Sagði Hólmar Örn Eyjólfsson leikmaður Vals eftir leikinn í kvöld.

Það var mikið um stopp í leiknum og leikurinn náði aldrei að komast á neitt flug og var Hólmar Örn á því að það hafi dregið úr gæðunum á leiknum.

„Algjörlega. Þú þarft að leyfa svona leik aðeins að fljóta og það var alls ekki gert í dag og það var flautað á allt og leikmenn náðu engu floti í leikinn."

Hólmar Örn hefur verið frá vegna meiðsla í upphafi móts og var að spila sínar fyrstu mínútur í deildinni í kvöld.

„Búin að vera frá núna í einn og hálfan mánuð, eitthvað svoleiðis. Fyrstu mínútur í deild núna og maður er bara að koma sér hægt og rólega í shape aftur því formið dettur aðeins út þegar þú ert frá í einn og hálfan mánuð svo þetta er bara að koma til baka svona hægt og rólega og vonandi getur maður bara verið kominn í top shape bara sem fyrst."

Nánar er rætt við Hólmar Örn Eyjólfsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner