Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
   fim 25. maí 2023 22:26
Stefán Marteinn Ólafsson
Hólmar Örn: Þú þarft að leyfa svona leik aðeins að fljóta
Hólmar Örn Eyjólfsson leikmaður Vals
Hólmar Örn Eyjólfsson leikmaður Vals
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Valsmenn heimsóttu Breiðablik í kvöld á Kópavogsvelli þegar fyrsti leikur 13.umferðar Bestu deildarinnar fór fram rúmlega mánuði á undan restinni af umferðinni.

Leikur Breiðabliks og Vals var færður framar til að koma til móts við Breiðablik sem verður að spila í evrópukeppni þegar 13.umferðin fer fram.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

„Gríðarlega svekkjandi. Við vorum með önnur markmið fyrir þennan leik og hann spilaðist ekki eins og við vildum að hann spilaðist og bara fyrst og fremst gríðarlega svekkjandi." Sagði Hólmar Örn Eyjólfsson leikmaður Vals eftir leikinn í kvöld.

Það var mikið um stopp í leiknum og leikurinn náði aldrei að komast á neitt flug og var Hólmar Örn á því að það hafi dregið úr gæðunum á leiknum.

„Algjörlega. Þú þarft að leyfa svona leik aðeins að fljóta og það var alls ekki gert í dag og það var flautað á allt og leikmenn náðu engu floti í leikinn."

Hólmar Örn hefur verið frá vegna meiðsla í upphafi móts og var að spila sínar fyrstu mínútur í deildinni í kvöld.

„Búin að vera frá núna í einn og hálfan mánuð, eitthvað svoleiðis. Fyrstu mínútur í deild núna og maður er bara að koma sér hægt og rólega í shape aftur því formið dettur aðeins út þegar þú ert frá í einn og hálfan mánuð svo þetta er bara að koma til baka svona hægt og rólega og vonandi getur maður bara verið kominn í top shape bara sem fyrst."

Nánar er rætt við Hólmar Örn Eyjólfsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner