Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
   fim 25. maí 2023 22:26
Stefán Marteinn Ólafsson
Hólmar Örn: Þú þarft að leyfa svona leik aðeins að fljóta
Hólmar Örn Eyjólfsson leikmaður Vals
Hólmar Örn Eyjólfsson leikmaður Vals
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Valsmenn heimsóttu Breiðablik í kvöld á Kópavogsvelli þegar fyrsti leikur 13.umferðar Bestu deildarinnar fór fram rúmlega mánuði á undan restinni af umferðinni.

Leikur Breiðabliks og Vals var færður framar til að koma til móts við Breiðablik sem verður að spila í evrópukeppni þegar 13.umferðin fer fram.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

„Gríðarlega svekkjandi. Við vorum með önnur markmið fyrir þennan leik og hann spilaðist ekki eins og við vildum að hann spilaðist og bara fyrst og fremst gríðarlega svekkjandi." Sagði Hólmar Örn Eyjólfsson leikmaður Vals eftir leikinn í kvöld.

Það var mikið um stopp í leiknum og leikurinn náði aldrei að komast á neitt flug og var Hólmar Örn á því að það hafi dregið úr gæðunum á leiknum.

„Algjörlega. Þú þarft að leyfa svona leik aðeins að fljóta og það var alls ekki gert í dag og það var flautað á allt og leikmenn náðu engu floti í leikinn."

Hólmar Örn hefur verið frá vegna meiðsla í upphafi móts og var að spila sínar fyrstu mínútur í deildinni í kvöld.

„Búin að vera frá núna í einn og hálfan mánuð, eitthvað svoleiðis. Fyrstu mínútur í deild núna og maður er bara að koma sér hægt og rólega í shape aftur því formið dettur aðeins út þegar þú ert frá í einn og hálfan mánuð svo þetta er bara að koma til baka svona hægt og rólega og vonandi getur maður bara verið kominn í top shape bara sem fyrst."

Nánar er rætt við Hólmar Örn Eyjólfsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner