Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 25. maí 2023 22:26
Stefán Marteinn Ólafsson
Hólmar Örn: Þú þarft að leyfa svona leik aðeins að fljóta
Hólmar Örn Eyjólfsson leikmaður Vals
Hólmar Örn Eyjólfsson leikmaður Vals
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Valsmenn heimsóttu Breiðablik í kvöld á Kópavogsvelli þegar fyrsti leikur 13.umferðar Bestu deildarinnar fór fram rúmlega mánuði á undan restinni af umferðinni.

Leikur Breiðabliks og Vals var færður framar til að koma til móts við Breiðablik sem verður að spila í evrópukeppni þegar 13.umferðin fer fram.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

„Gríðarlega svekkjandi. Við vorum með önnur markmið fyrir þennan leik og hann spilaðist ekki eins og við vildum að hann spilaðist og bara fyrst og fremst gríðarlega svekkjandi." Sagði Hólmar Örn Eyjólfsson leikmaður Vals eftir leikinn í kvöld.

Það var mikið um stopp í leiknum og leikurinn náði aldrei að komast á neitt flug og var Hólmar Örn á því að það hafi dregið úr gæðunum á leiknum.

„Algjörlega. Þú þarft að leyfa svona leik aðeins að fljóta og það var alls ekki gert í dag og það var flautað á allt og leikmenn náðu engu floti í leikinn."

Hólmar Örn hefur verið frá vegna meiðsla í upphafi móts og var að spila sínar fyrstu mínútur í deildinni í kvöld.

„Búin að vera frá núna í einn og hálfan mánuð, eitthvað svoleiðis. Fyrstu mínútur í deild núna og maður er bara að koma sér hægt og rólega í shape aftur því formið dettur aðeins út þegar þú ert frá í einn og hálfan mánuð svo þetta er bara að koma til baka svona hægt og rólega og vonandi getur maður bara verið kominn í top shape bara sem fyrst."

Nánar er rætt við Hólmar Örn Eyjólfsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir