Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. júní 2022 21:33
Brynjar Ingi Erluson
Tottenham spyrst fyrir um varnarmann Leipzig
Josko Gvardiol
Josko Gvardiol
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur hefur áhuga á því að fá króatíska miðvörðinn Josko Gvardiol frá þýska félaginu RB Leipzig en franski blaðamaðurinn Nabil Djellit segir frá.

Gvardiol hefur spilað með Leipzig síðustu tvö ár eftir að hafa spilað fyrir Dinamo Zagreb í heimalandinu.

Króatinn er 20 ára gamall og þykir með efnilegri varnarmönnum þýsku deildarinnar en enska félagið Tottenham hefur mikinn áhuga á að fá hann í sumarglugganum.

Franski blaðamaðurinn Nabil Djellit segir að Tottenham hafi lagt fram fyrirspurn til Leipzig til að sjá hvar landið liggur en hann er samningsbundinn Leipzig til 2026.

Tottenham er ekki eina félagið sem er á höttunum eftir Gvardiol en Atlético Madríd og Chelsea eru einnig sögð áhugasöm.

Gvardiol er örfættur, vel spilandi og getur fært boltann upp völlinn, sem er einmitt það sem Antonio Conte er að leita að í vörninni við hlið Cristian Romero og Eric Dier.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner