Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
   sun 25. júlí 2021 21:39
Matthías Freyr Matthíasson
Brynjar Björn: Birkir Már skorar sitt flottasta mark á ferlinum
Viktor Bjarki Arnarsson, aðstoðarþjálfari HK, og Brynjar Björn, aðalþjálfari liðsins.
Viktor Bjarki Arnarsson, aðstoðarþjálfari HK, og Brynjar Björn, aðalþjálfari liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, ég er svekktur með það. Ég held að 0 - 3 lýsi kannski ekki alveg leiknum. Að mörgu leyti spiluðum við vel og sérstaklega í fyrri hálfleik vorum við með yfirhönd í leiknum svona allavega í færum og í möguleikum. Eini möguleiki sem Valsmenn fá er skot í átt að marki sem fer af varnamanni og inn," sagði svekktur Brynjar Björn þjálfari HK eftir tap á móti Val í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 0 -  3 Valur

„Það breytir ekki ásýnd leiksins mikið. Við reynum að halda áfram og gera það sem við gerðum vel og gerðum í fyrri hálfleik sem reyndist okkur vel en svo skorar Birkir Már sennilega sitt besta mark á ferlinum í Kórnum."

„Mér líst ágætlega á framhaldið. Ef við höldum áfram. Við getum verið ánægðir með spilamennskuna sérstakleg í dag, margt sem var jákvætt og hefur verið það oftar en ekki og ef við höldum því áfram að þá eigum við möguleika á að tína inn stig."

„Við erum að skoða í kringum okkur en það er erfitt. Litlar sem engar hreyfingar hér heima og erfitt að ná í menn erlendis og ekki hlaupið að því með stuttum fyrirvara"


Nánar er rætt við Brynjar í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner