Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 25. september 2021 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Bodö/Glimt byggir nýjan og vistvænan leikvang úr viði
Nýr leikvangur Bodö/Glimt
Nýr leikvangur Bodö/Glimt
Mynd: Bodö/Glimt
Mynd: Bodö/Glimt
Norska félagið Bodö/Glimt tilkynnti í gær nýjan leikvang sem liðið mun taka í notkun árið 2024 en hann gæti orðið fyrstur sinnar gerðar í heiminum.

Bodö/Glimt spilar á Aspmyra-leikvanginum og hefur notast við hann frá 1966.

Félagið hefur lengi verið með hugmyndir um að flytja á nýjan leikvang en nú er það staðfest. Þetta verður þó gjörólíkt öllu sem fólk hefur séð.

Leikvangurinn er byggður úr sérstökum viði til að minnka losun koltvísýrings og verður nýtt vistvænt gervigras á vellinum, auk þess sem þakið er byggt úr torfu. Kurlið sem heldur vellinum við er úr ólífuolíu og sandi. Þá mun félagið bræða snjó til að vökva gervigrasið.

Allt rusl á vellinum verður flokkað og endurunnið, eðlilega. Þá verður notast við endurnýtanlega orku í gegnum sólarsellur. Áætlað er að leikvangurinn taki milli 5-10 þúsund manns í sæti.

Þessi hugmynd varð til árið 2017 af Zaha Hadid Architects. Fyrsta verkið átti að vera hjá enska D-deildarliðinu Forest Green Rovers en framkvæmdir eru ekki hafnar á vellinum og eru því ágætis líkur á að norska félagið verði með fyrsta viðarvöll heimsins.

Hægt er að sjá stutt myndband af tilkynningu Bodö/Glimt hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner