Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   mán 25. september 2023 12:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
Telma Ívarsdóttir.
Telma Ívarsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Markvörðurinn Telma Ívarsdóttir lék sinn fyrsta keppnisleik með íslenska landsliðinu er liðið vann 1-0 sigur gegn Wales í Þjóðadeildinni síðasta föstudagskvöld. Telma var frábær í leiknum en hún spjallaði við Fótbolta.net í dag.

„Ég er gríðarlega ánægð með hann og ánægð með liðið í heild sinni. Ég er ánægð að hafa fengið að spila og að hafa fengið traustið," segir Telma.

„Ég vissi það á æfingunni daginn fyrir leik að ég væri að fara að spila. Það var smá sjokk en mjög gaman að heyra það. Ég var gríðarlega ánægð þegar þjálfarinn sagði frá byrjunarliðinu."

„Maður þurfti að ná að stilla tilfinningarnar og taugarnar rétt, þá smellur þetta allt saman. Ég var mjög sátt með frammistöðuna þó það sé alltaf hægt að bæta eitthvað. Maður fer í vinnu eftir leik að skoða hvað ég get gert betur, en heilt yfir var ég mjög ánægð."

Telma fékk góðan stuðning úr stúkunni.

„Það var mjög góð tilfinning að sjá mömmu og pabba sem flugu að austan til að koma að horfa á mig í þessum leik. Það var mjög sætt að við unnum leikinn. Mamma og pabbi hafa alltaf stutt við bakið á mér sama hvar ég er að spila. Þau komu til Parísar og Madrídar að sjá mig í Meistaradeildinni. Þau koma alltaf þegar ég er að spila," segir Telma.

Framundan á morgun er stórleikur gegn Þýskalandi. Það var mikilvægt að byrja á þremur stigum en vonandi getur liðið bætt fleiri stigum á töfluna á morgun.

„Við vitum að þetta verður mjög erfiður leikur því Þýskaland er náttúrulega ekkert eðlilega gott lið. Við þurfum að sinna varnarvinnunni vel og og nýta það þegar við erum með boltann."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner