Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   mán 25. september 2023 12:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
Telma Ívarsdóttir.
Telma Ívarsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Markvörðurinn Telma Ívarsdóttir lék sinn fyrsta keppnisleik með íslenska landsliðinu er liðið vann 1-0 sigur gegn Wales í Þjóðadeildinni síðasta föstudagskvöld. Telma var frábær í leiknum en hún spjallaði við Fótbolta.net í dag.

„Ég er gríðarlega ánægð með hann og ánægð með liðið í heild sinni. Ég er ánægð að hafa fengið að spila og að hafa fengið traustið," segir Telma.

„Ég vissi það á æfingunni daginn fyrir leik að ég væri að fara að spila. Það var smá sjokk en mjög gaman að heyra það. Ég var gríðarlega ánægð þegar þjálfarinn sagði frá byrjunarliðinu."

„Maður þurfti að ná að stilla tilfinningarnar og taugarnar rétt, þá smellur þetta allt saman. Ég var mjög sátt með frammistöðuna þó það sé alltaf hægt að bæta eitthvað. Maður fer í vinnu eftir leik að skoða hvað ég get gert betur, en heilt yfir var ég mjög ánægð."

Telma fékk góðan stuðning úr stúkunni.

„Það var mjög góð tilfinning að sjá mömmu og pabba sem flugu að austan til að koma að horfa á mig í þessum leik. Það var mjög sætt að við unnum leikinn. Mamma og pabbi hafa alltaf stutt við bakið á mér sama hvar ég er að spila. Þau komu til Parísar og Madrídar að sjá mig í Meistaradeildinni. Þau koma alltaf þegar ég er að spila," segir Telma.

Framundan á morgun er stórleikur gegn Þýskalandi. Það var mikilvægt að byrja á þremur stigum en vonandi getur liðið bætt fleiri stigum á töfluna á morgun.

„Við vitum að þetta verður mjög erfiður leikur því Þýskaland er náttúrulega ekkert eðlilega gott lið. Við þurfum að sinna varnarvinnunni vel og og nýta það þegar við erum með boltann."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner