Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mán 25. september 2023 12:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
Telma Ívarsdóttir.
Telma Ívarsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Markvörðurinn Telma Ívarsdóttir lék sinn fyrsta keppnisleik með íslenska landsliðinu er liðið vann 1-0 sigur gegn Wales í Þjóðadeildinni síðasta föstudagskvöld. Telma var frábær í leiknum en hún spjallaði við Fótbolta.net í dag.

„Ég er gríðarlega ánægð með hann og ánægð með liðið í heild sinni. Ég er ánægð að hafa fengið að spila og að hafa fengið traustið," segir Telma.

„Ég vissi það á æfingunni daginn fyrir leik að ég væri að fara að spila. Það var smá sjokk en mjög gaman að heyra það. Ég var gríðarlega ánægð þegar þjálfarinn sagði frá byrjunarliðinu."

„Maður þurfti að ná að stilla tilfinningarnar og taugarnar rétt, þá smellur þetta allt saman. Ég var mjög sátt með frammistöðuna þó það sé alltaf hægt að bæta eitthvað. Maður fer í vinnu eftir leik að skoða hvað ég get gert betur, en heilt yfir var ég mjög ánægð."

Telma fékk góðan stuðning úr stúkunni.

„Það var mjög góð tilfinning að sjá mömmu og pabba sem flugu að austan til að koma að horfa á mig í þessum leik. Það var mjög sætt að við unnum leikinn. Mamma og pabbi hafa alltaf stutt við bakið á mér sama hvar ég er að spila. Þau komu til Parísar og Madrídar að sjá mig í Meistaradeildinni. Þau koma alltaf þegar ég er að spila," segir Telma.

Framundan á morgun er stórleikur gegn Þýskalandi. Það var mikilvægt að byrja á þremur stigum en vonandi getur liðið bætt fleiri stigum á töfluna á morgun.

„Við vitum að þetta verður mjög erfiður leikur því Þýskaland er náttúrulega ekkert eðlilega gott lið. Við þurfum að sinna varnarvinnunni vel og og nýta það þegar við erum með boltann."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner