Man Utd vill fá Phillips - Newcastle fær leikmenn frá Sádi-Arabíu
Sölvi Geir stýrði Víkingum í úrslitaleiknum - „Arnar er í fjölskyldufríi fyrir norðan“
Halldór Árna: Þessir Bose-leikir gert mikið fyrir menn
Aron Jóhanns: Maggi reynt að fá mig þrisvar og mig langað að fara í öll skiptin
Ósátt með vinnubrögð Breiðabliks - „Fékk mig til að hugsa að þarna ætlaði ég ekki að vera lengur"
Endaði tímabilið á flugi - „Kallarnir voru sáttir en ég vil vera ofar"
„Er að reyna finna hjá sjálfum mér hvaða næsta skref er rökréttast"
Ísak Snær: Var mikið að hugsa hvort ég myndi spila fótbolta aftur
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
   mán 25. september 2023 12:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
watermark Telma Ívarsdóttir.
Telma Ívarsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Markvörðurinn Telma Ívarsdóttir lék sinn fyrsta keppnisleik með íslenska landsliðinu er liðið vann 1-0 sigur gegn Wales í Þjóðadeildinni síðasta föstudagskvöld. Telma var frábær í leiknum en hún spjallaði við Fótbolta.net í dag.

„Ég er gríðarlega ánægð með hann og ánægð með liðið í heild sinni. Ég er ánægð að hafa fengið að spila og að hafa fengið traustið," segir Telma.

„Ég vissi það á æfingunni daginn fyrir leik að ég væri að fara að spila. Það var smá sjokk en mjög gaman að heyra það. Ég var gríðarlega ánægð þegar þjálfarinn sagði frá byrjunarliðinu."

„Maður þurfti að ná að stilla tilfinningarnar og taugarnar rétt, þá smellur þetta allt saman. Ég var mjög sátt með frammistöðuna þó það sé alltaf hægt að bæta eitthvað. Maður fer í vinnu eftir leik að skoða hvað ég get gert betur, en heilt yfir var ég mjög ánægð."

Telma fékk góðan stuðning úr stúkunni.

„Það var mjög góð tilfinning að sjá mömmu og pabba sem flugu að austan til að koma að horfa á mig í þessum leik. Það var mjög sætt að við unnum leikinn. Mamma og pabbi hafa alltaf stutt við bakið á mér sama hvar ég er að spila. Þau komu til Parísar og Madrídar að sjá mig í Meistaradeildinni. Þau koma alltaf þegar ég er að spila," segir Telma.

Framundan á morgun er stórleikur gegn Þýskalandi. Það var mikilvægt að byrja á þremur stigum en vonandi getur liðið bætt fleiri stigum á töfluna á morgun.

„Við vitum að þetta verður mjög erfiður leikur því Þýskaland er náttúrulega ekkert eðlilega gott lið. Við þurfum að sinna varnarvinnunni vel og og nýta það þegar við erum með boltann."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner