Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 25. október 2021 15:55
Elvar Geir Magnússon
Zidane ku ekki hafa áhuga á Man Utd starfinu núna
Zinedine Zidane.
Zinedine Zidane.
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane hefur ekki áhuga á því að taka við Manchester United. Allavega ekki á þessum tímapunkti. Þetta segir Mundo Deportivo.

Pressan á Ole Gunnar Solskjær er meiri en nokkru sinni fyrr og sagt að stjórn United sé að skoða það að reka Norðmanninn eftir 5-0 tap gegn Liverpool í gær.

Zinedine Zidane, fyrrum stjóri Real Madrid, er meðal nafna sem hafa oftast verið nefnd sem næsti stjóri Rauðu djöflanna.

Miðað við spænska fjölmiðla eru þó afskaplega litlar líkur á því að Frakkinn sé klár í slaginn.

Fullyrt er að Zidane vilji ekki snúa aftur í bransann svona snemma eftir að hafa yfirgefið Real Madrid en hann hætti í lok síðasta tímabils. Zidane vill slaka lengur á áður en hann hellir sér aftur í stjórarstarfið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner