Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. janúar 2021 15:45
Elvar Geir Magnússon
Mínútu þögn á Celtic Park til minningar um Jóhannes
Jóhannes spilaði með Celtic frá 1975 til 1980.
Jóhannes spilaði með Celtic frá 1975 til 1980.
Mynd: Getty Images
Jóhannes Eðvaldsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands, lést á dögunum sjötugur að aldri.

Á ferlinum spilaði hann lengst af með Celtic í Glasgow, frá 1975 til 1980.

Hann spilaði jafnframt 34 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim tvö mörk. Jóhannes var valinn Íþróttamaður ársins 1975 á meðan hann lék fyrir Celtic.

Hann var ávallt kallaður "Big Shuggy" í Skotlandi en það er skoskt gælunafn. Jóhannesi var gefið það nafn þar sem það þótti of erfitt að bera fram íslenska nafnið hans.

Celtic hefur tilkynnt að á morgun, fyrir leik Celtic gegn Hamilton á Celtic Park, muni verða mínútu þögn til minningar um Jóhannes.

Sjá einnig:
Jóhannes "Big Shuggy" Eðvaldsson elskaður hjá Celtic



Athugasemdir
banner
banner