
Daníe Leó Grétarsson er ekki farinn af stað eftir að hafa gengist undir aðgerð í desember. Hann fór í aðgerð á öxl og vonast eftir því að komast af stað um miðjan mars.
Daníel er leikmaður SönderjyskE sem er í þriðja neðsta sæti dönsku deildarinnar.
Daníel er leikmaður SönderjyskE sem er í þriðja neðsta sæti dönsku deildarinnar.
Hann er örvfættur varnarmaður sem hefur alla jafna verið í landsliðshópum síðustu misseri. Hann byrjaði fyrstu fjóra leikina síðasta haust en var svo ekki með í landsleikjunum í desember.
Alls á Daníel, sem er 29 ára, að baki 22 landsleiki. Komandi landsleikir gegn Kósovó fara fram 20. og 23. mars.
Í stuttu samtali við Fótbolta.net vonaðist hann eftir því að fá grænt ljós til að fá að taka fullan þátt í æfingum um miðjan mars.
Athugasemdir