Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mið 26. febrúar 2025 15:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daníel Leó missir að öllum líkindum af komandi landsleikjum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníe Leó Grétarsson er ekki farinn af stað eftir að hafa gengist undir aðgerð í desember. Hann fór í aðgerð á öxl og vonast eftir því að komast af stað um miðjan mars.

Daníel er leikmaður SönderjyskE sem er í þriðja neðsta sæti dönsku deildarinnar.

Hann er örvfættur varnarmaður sem hefur alla jafna verið í landsliðshópum síðustu misseri. Hann byrjaði fyrstu fjóra leikina síðasta haust en var svo ekki með í landsleikjunum í desember.

Alls á Daníel, sem er 29 ára, að baki 22 landsleiki. Komandi landsleikir gegn Kósovó fara fram 20. og 23. mars.

Í stuttu samtali við Fótbolta.net vonaðist hann eftir því að fá grænt ljós til að fá að taka fullan þátt í æfingum um miðjan mars.
Athugasemdir
banner
banner