Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 26. mars 2023 17:12
Brynjar Ingi Erluson
Þriðja mark Arons fyrir landsliðið
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, var að skora þriðja landsliðsmark sitt en staðan er nú 3-0 gegn Liechtenstein í undankeppni Evrópumótsins.

Lestu um leikinn: Liechtenstein 0 -  7 Ísland

Jón Dagur Þorsteinsson kom með laglega hornspyrnu inn í teignin og var það Aron sem stýrði boltanum á nærstöngina.

Þetta var þriðja mark Arons fyrir landsliðið og er nú verið að sigla sigrinum örugglega í höfn.

Hörður Magnússon, lýsandi á Viaplay, sagði í lýsingunni að þetta væri fullkominn dagur fyrir Aron til að skora og það var bara hárrétt hjá honum.

Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.

Sjáðu mark Arons
Athugasemdir
banner
banner