Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, var að skora þriðja landsliðsmark sitt en staðan er nú 3-0 gegn Liechtenstein í undankeppni Evrópumótsins.
Lestu um leikinn: Liechtenstein 0 - 7 Ísland
Jón Dagur Þorsteinsson kom með laglega hornspyrnu inn í teignin og var það Aron sem stýrði boltanum á nærstöngina.
Þetta var þriðja mark Arons fyrir landsliðið og er nú verið að sigla sigrinum örugglega í höfn.
Hörður Magnússon, lýsandi á Viaplay, sagði í lýsingunni að þetta væri fullkominn dagur fyrir Aron til að skora og það var bara hárrétt hjá honum.
Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.
Sjáðu mark Arons
Athugasemdir