Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 26. apríl 2021 19:18
Brynjar Ingi Erluson
Óli Jó í Pepsi Max-mörkunum í sumar
Óli Jó verður í Pepsi Max-mörkunum
Óli Jó verður í Pepsi Max-mörkunum
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Pepsi Max-deild karla hefst á föstudag en fyrsti þáttur af Pepsi Max-mörkunum er á laugardag. Guðmundur Benediktsson, stjórnandi þáttarins, tilkynnti á Twitter alla sérfræðinga deildairnnar en Ólafur Jóhannesson kemur inn í teymið.

Óli Jó er einn sigursælasti þjálfarinn í efstu deild en hann hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum og bikarinn þrisvar sinnum. Hann hætti hjá Stjörnunni eftir síðasta tímabil en hann og Rúnar Páll Sigmundsson þjálfuðu liðið saman.

Hann mætir nú í settið á Stöð 2 Sport og verða öflugir spekingar með honum.

Jón Þór Hauksson, fyrrum þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, verður einnig í teyminu. Baldur Sigurðsson, Atli Viðar Björnsson, Reynir Leósson og Þorkell Máni Pétursson verða einnig sérfræðingar í þættinum.

Valur og ÍA mætast í fyrsta leiknum á föstudag á Origo-vellinum en leikurinn hefst klukkan 20:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner