fim 26. maí 2022 23:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þetta eru liðin í 16-liða úrslitum - Fimm lið í Bestu úr leik
Dalvík/Reynir vann óvæntasta sigurinn í 32-liða úrslitunum; þeir lögðu Þór að velli.
Dalvík/Reynir vann óvæntasta sigurinn í 32-liða úrslitunum; þeir lögðu Þór að velli.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
FH er í pottinum.
FH er í pottinum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Þá er það ljóst hvaða lið eru komin í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. Í kvöld kláruðust 32-liða úrslitin með stórsigri Breiðabliks gegn Val í stórleik umferðarinnar.

Liðin í Bestu deild karla komu inn á þessu stigi keppninnar og eru fimm þeirra nú þegar úr leik; það eru ÍBV, Keflavík, Stjarnan, Leiknir Reykjavík og Valur.

Eitt lið úr 3. deild og þrjú lið úr 2. deild verða í pottinum þegar dregið verður á mánudag.

Liðin sem eru í 16-liða úrslitum
Ægir
ÍA
Selfoss
Afturelding
HK
ÍR
Kórdrengir
Dalvík/Reynir
Fylkir
FH
Njarðvík
KR
Fram
KA
Víkingur R.
Breiðablik

Þess má geta að það verður einnig dregið í átta-liða úrslit í Mjólkurbikar kvenna á mánudag, en 16-liða úrslitin þar fara fram núna um helgina; þau hefjast á morgun og klárast svo á sunnudaginn.

Fótbolti.net mun auðvitað fjalla vel um það þegar dregið verður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner