Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
   sun 26. júní 2022 16:46
Kjartan Leifur Sigurðsson
Pétur Heiðar: Fínt að vera laus við bikarinn til að einbeita sér að deildinni
Pétur Heiðar Kristjánsson
Pétur Heiðar Kristjánsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Svekkjandi tap eftir frábæran fyrri hálfleik. Við sýndum geggjað skipulag í fyrri hálfleik en þetta er bikarleikur og þess vegna endar þetta svona stórt. Svekkjandi að lenda undir eftir fast leikatriði og síðan kom annað mark fljótlega og útaf því að þetta er bikarleikur tókum við fleiri sénsa en í deildarleik hefðum við haldið skipulagi og örugglega stolið þessu undir lokinn." Segir Pétur Heiðar Kristjánsson þjálfari Dalvík/Reynis eftir 6-0 tap gegn HK í Mjólkurbikarnum.

Lestu um leikinn: HK 6 -  0 Dalvík/Reynir

Stuðningsmenn Dalvík/Reynis voru magnaðir í dag og Pétur var ánægður með stuðninginn.

„Eftir síðasta leik bað ég um heimaleik og þetta var heimaleikur á útivelli. Við áttum stúkuna frá upphafi og menn byrjuðu að syngja og tralla klukkan korter yfir eitt og strákarnir fundu það þegar þeir mættu í Kórinn hvað þetta skiptir miklu máli og þessi geggjaði stuðningur hjálpaði í dag."

Stefán Ingi Sigurðarson gerði norðanmönnum erfitt fyrir í dag og setti fernu á tæpum 20 mínutum.

„Það eru margir góðir í HK og þeir áttu kanónur á bekknum sem þeir gátu sett inn á þegar við vorum orðnir þreyttir."

Dalvík/Reynir eru í bullandi baráttu um það að fara upp um deild í 3. deildinni og geta nú einbeitt sér að því að fullu.

„Þetta var frábært ævintýri og við erum mjög ánægðir með að hafa komist svona langt en eins og góður maður sagði þá er bikarkeppnin plastspotti sem er alltaf að þvælast fyrir manni og leikjaálagið er mikið en þetta var frábært ævintýri og það er fínt að vera laus við þetta til að einbeita sér að deildinni."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner