Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   sun 26. júní 2022 16:46
Kjartan Leifur Sigurðsson
Pétur Heiðar: Fínt að vera laus við bikarinn til að einbeita sér að deildinni
Pétur Heiðar Kristjánsson
Pétur Heiðar Kristjánsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Svekkjandi tap eftir frábæran fyrri hálfleik. Við sýndum geggjað skipulag í fyrri hálfleik en þetta er bikarleikur og þess vegna endar þetta svona stórt. Svekkjandi að lenda undir eftir fast leikatriði og síðan kom annað mark fljótlega og útaf því að þetta er bikarleikur tókum við fleiri sénsa en í deildarleik hefðum við haldið skipulagi og örugglega stolið þessu undir lokinn." Segir Pétur Heiðar Kristjánsson þjálfari Dalvík/Reynis eftir 6-0 tap gegn HK í Mjólkurbikarnum.

Lestu um leikinn: HK 6 -  0 Dalvík/Reynir

Stuðningsmenn Dalvík/Reynis voru magnaðir í dag og Pétur var ánægður með stuðninginn.

„Eftir síðasta leik bað ég um heimaleik og þetta var heimaleikur á útivelli. Við áttum stúkuna frá upphafi og menn byrjuðu að syngja og tralla klukkan korter yfir eitt og strákarnir fundu það þegar þeir mættu í Kórinn hvað þetta skiptir miklu máli og þessi geggjaði stuðningur hjálpaði í dag."

Stefán Ingi Sigurðarson gerði norðanmönnum erfitt fyrir í dag og setti fernu á tæpum 20 mínutum.

„Það eru margir góðir í HK og þeir áttu kanónur á bekknum sem þeir gátu sett inn á þegar við vorum orðnir þreyttir."

Dalvík/Reynir eru í bullandi baráttu um það að fara upp um deild í 3. deildinni og geta nú einbeitt sér að því að fullu.

„Þetta var frábært ævintýri og við erum mjög ánægðir með að hafa komist svona langt en eins og góður maður sagði þá er bikarkeppnin plastspotti sem er alltaf að þvælast fyrir manni og leikjaálagið er mikið en þetta var frábært ævintýri og það er fínt að vera laus við þetta til að einbeita sér að deildinni."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
banner