Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   sun 26. júní 2022 16:46
Kjartan Leifur Sigurðsson
Pétur Heiðar: Fínt að vera laus við bikarinn til að einbeita sér að deildinni
Pétur Heiðar Kristjánsson
Pétur Heiðar Kristjánsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Svekkjandi tap eftir frábæran fyrri hálfleik. Við sýndum geggjað skipulag í fyrri hálfleik en þetta er bikarleikur og þess vegna endar þetta svona stórt. Svekkjandi að lenda undir eftir fast leikatriði og síðan kom annað mark fljótlega og útaf því að þetta er bikarleikur tókum við fleiri sénsa en í deildarleik hefðum við haldið skipulagi og örugglega stolið þessu undir lokinn." Segir Pétur Heiðar Kristjánsson þjálfari Dalvík/Reynis eftir 6-0 tap gegn HK í Mjólkurbikarnum.

Lestu um leikinn: HK 6 -  0 Dalvík/Reynir

Stuðningsmenn Dalvík/Reynis voru magnaðir í dag og Pétur var ánægður með stuðninginn.

„Eftir síðasta leik bað ég um heimaleik og þetta var heimaleikur á útivelli. Við áttum stúkuna frá upphafi og menn byrjuðu að syngja og tralla klukkan korter yfir eitt og strákarnir fundu það þegar þeir mættu í Kórinn hvað þetta skiptir miklu máli og þessi geggjaði stuðningur hjálpaði í dag."

Stefán Ingi Sigurðarson gerði norðanmönnum erfitt fyrir í dag og setti fernu á tæpum 20 mínutum.

„Það eru margir góðir í HK og þeir áttu kanónur á bekknum sem þeir gátu sett inn á þegar við vorum orðnir þreyttir."

Dalvík/Reynir eru í bullandi baráttu um það að fara upp um deild í 3. deildinni og geta nú einbeitt sér að því að fullu.

„Þetta var frábært ævintýri og við erum mjög ánægðir með að hafa komist svona langt en eins og góður maður sagði þá er bikarkeppnin plastspotti sem er alltaf að þvælast fyrir manni og leikjaálagið er mikið en þetta var frábært ævintýri og það er fínt að vera laus við þetta til að einbeita sér að deildinni."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir