þri 26. júlí 2022 18:40
Brynjar Ingi Erluson
Everton að fá Vinagre á láni frá Sporting
Ruben Vinagre
Ruben Vinagre
Mynd: Getty Images
Portúgalski vinstri bakvörðurinn Ruben Vinagre er að ganga í raðir Everton á láni frá Sporting Lisbon.

Sporting festi kaup á Vinagre í byrjun mánaðarins frá Wolves eftir að hafa eytt síðasta tímabili á láni hjá portúgalska félaginu.

Hann mun nú halda út á lán til Everton en samkomulag er í höfn og á enska félagið möguleika á því að gera skiptin varanleg á næsta ári.

Vinagre er 23 ára gamall og með ágætis reynslu úr ensku úrvalsdeildinni en hann lék 32 leiki og skoraði 2 mörk á þremur tímabilum með Wolves í deildinni.

Þetta verður annar leikmaðurinn sem Everton fær í glugganum á eftir James Tarkowski, sem kom til félagsins á frjálsri sölu frá Burnley.
Athugasemdir
banner
banner
banner