Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 26. september 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
De Gea ósáttur með vítaspyrnureglu: Svolítið ósanngjörn
Mynd: Getty Images
David de Gea varði mark Manchester United í 1-3 tapi gegn Crystal Palace í fyrstu umferð enska úrvalsdeildartímabilsins.

Crystal Palace fékk dæmda vítaspyrnu á 74. mínútu, í stöðunni 0-1, og steig Jordan Ayew á vítapunktinn. De Gea varði vel frá honum og hélt leikurinn áfram í tæpa mínútu áður en dómarinn fékk fyrirmæli frá VAR herberginu um að vítaspyrnan skildi vera tekin aftur þar sem De Gea hafði hvorugan fótinn á marklínunni þegar spyrnan fór af stað.

Í seinna skiptið steig Wilfried Zaha á vítapunktinn og honum brást ekki bogalistin, þó De Gea hafi ekki verið langt frá því að verja aðra vítaspyrnuna í röð.

Í endursýningunni sást að De Gea steig aðeins nokkra millimetra af marklínunni í fyrra vítinu og var Gary Neville hneykslaður í beinni útsendingu á Sky Sports. De Gea er sammála Neville og ræddi þessa vítaspyrnureglu í viðtali á BT Sport.

„Ég skil að þetta er ný regla en hún er svolítið ósanngjörn, það var alveg nógu erfitt að verja vítaspyrnur fyrir. Fyrir mér var þetta góð markvarsla," sagði De Gea.

„Mér finnst ekki rétt að leikmaðurinn sem tók vítaspyrnuna og klúðraði geti sleppt því að taka seinni spyrnuna. Það tekur alla pressuna af vítaskyttunni."

De Gea er kominn með alvöru samkeppni um byrjunarliðssæti á milli stanga Rauðu djöflanna eftir endurkomu Dean Henderson úr láni frá Sheffield United.

„Ég finn fyrir miklu trausti frá stjóranum, félaginu og liðsfélögunum. Ég hef mikla reynslu og er búinn að spila vel í mörg ár. Ég er ánægður að vera hér og vonast til að halda sæti mínu í byrjunarliðinu í mörg ár."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner