Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 26. september 2020 20:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Allt fór í vaskinn hjá Fiorentina þegar Ribery fór út af
Mynd: Getty Images
Inter tók á móti Fiorentina í bráðskemmtilegum leik í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Hinn 37 ára gamli Franck Ribery átti stórleik fyrir Fiorentina og lagði upp tvö mörk, þar á meðal markið sem kom Fiorentina í 3-2. Federico Chiesa skoraði það eftir frábæra sendingu frá Ribery.

Það mark virtist ætla að vera sigurmarkið lengi en Romelu Lukaku jafnaði í 3-3 á 87. mínútu. Danilo D'Ambrosio tryggði Inter svo sigurinn stuttu síðar eftir stoðsendingu Alexis Sanchez. Þess má geta að Ribery fór af velli á 83. mínútu. Lokatölur 4-3 fyrir Inter sem byrjar á sigri. Fiorentina er með þrjú stig eftir tvo leiki.

Ciro Immobile, markakóngur síðustu leiktíðar, skoraði í 2-0 sigri Lazio á Cagliari og Benevento vann frábæran endurkomusigur gegn lærisveinum Claudio Ranieri í Sampdoria á útivelli.

Cagliari 0 - 2 Lazio
0-1 Manuel Lazzari ('4 )
0-2 Ciro Immobile ('74 )

Sampdoria 2 - 3 Benevento
1-0 Fabio Quagliarella ('8 )
2-0 Omar Colley ('18 )
2-1 Luca Caldirola ('33 )
2-2 Luca Caldirola ('72 )
2-3 Gaetano Letizia ('88 )

Inter 4 - 3 Fiorentina
0-1 Christian Kouame ('3 )
1-1 Lautaro Martinez ('45 )
2-1 Federico Ceccherini ('52 , sjálfsmark)
2-2 Gaetano Castrovilli ('57 )
2-3 Federico Chiesa ('63 )
3-3 Romelu Lukaku ('87 )
4-3 Danilo D'Ambrosio ('89 )

Önnur úrslit:
Ítalía: Atalanta byrjar nýtt tímabil með fjórum mörkum

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner