Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   sun 26. september 2021 11:45
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Haralds: Það er ekkert leyndarmál að við ætlum að vinna tvöfalt
Haraldur Haraldsson framkvæmdastjóri Víkinga á gleðistund
Haraldur Haraldsson framkvæmdastjóri Víkinga á gleðistund
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er náttúrulega alveg ótrúleg. Þetta er geggjuð tilfinning fyrir framan allt þetta fólk, Við unnum jú bikarinn á 2019 á Laugardalsvelli fyrir framan að ég held 3000 Víkinga, Við náðum að koma rúmlega 2000 hér inn en hefðum getað selt 4000 miða. Þetta er bara ótrúlega góð tilfinning og maður er svo stoltur af þessu félagi sínu hafandi verið í þessu í yfir 20 ár. Þetta er geðveikur dagur og ég óska öllum Víkingum til hamingju með daginn. “ Sagði Haraldur Haraldsson framkvæmdastjóri Víkings um tilfinninguna eftir að Víkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 2-0 sigri á Leikni í Víkinni í gær.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Leiknir R.

Víkingar ákváðu að halda tryggð við Arnar Gunnlaugsson þjálfara liðsins þrátt fyrir erfitt gengi liðsins á síðustu leiktíð. Eru Víkinga að uppskera vegna þess að þeir sýndu þolinmæði?

„Arnar er ótrúlegur karakter og þegar við réðum hann haustið 2018 þá kynnti hann fyrir okkur stefnu sem við vorum mjög hrifnir af og höfum unnið eftir síðan. Vissulega kom smá bakslag í þetta 2020 en ég sagði sjálfur þá um vorið að þetta væri sterkasta lið sem Víkingur hefur átt. Gekk ekki upphjá okkur og úrslitin voru ekki að falla með okkur en við vorum kannski bara aðeins of gráðugir og ætluðum okkur þetta á aðeins of stuttum tíma en uppskeran í sumar er þriggja ára verkefni.“

Víkingar horfa björtum augum á framtíðina og þær breytingar sem eru að verða á högum félagsins en félagssvæði þeirra í borginni er að stækka töluvert nú þegar þeir taka við Safamýri af Fram þegar Fram flytur í Úlfarsárdal.

„Þetta gefur félaginu gríðarlega mikið og framundan eru mjög spennandi tímar í félaginu. Við erum að taka yfir stærra svæði þar sem Fram var áður og það er mikill vöxtur framundan og að vera í þessari stöðu akkurat í dag eru bara algjör forréttindi og við eigum ennþá eftir að klára tímabilið. Erum í undanúrslitum í bikar og leikum gegn Vestra næsta laugardag. Það er ekkert leyndarmál að við ætlum að vinna tvöfalt þetta árið.“

Sagði Haraldur en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Við biðjumst þó velvirðingar á hljóðtruflunum í upphafi myndbandsins
Athugasemdir
banner
banner