Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
   sun 26. september 2021 11:45
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Haralds: Það er ekkert leyndarmál að við ætlum að vinna tvöfalt
Haraldur Haraldsson framkvæmdastjóri Víkinga á gleðistund
Haraldur Haraldsson framkvæmdastjóri Víkinga á gleðistund
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er náttúrulega alveg ótrúleg. Þetta er geggjuð tilfinning fyrir framan allt þetta fólk, Við unnum jú bikarinn á 2019 á Laugardalsvelli fyrir framan að ég held 3000 Víkinga, Við náðum að koma rúmlega 2000 hér inn en hefðum getað selt 4000 miða. Þetta er bara ótrúlega góð tilfinning og maður er svo stoltur af þessu félagi sínu hafandi verið í þessu í yfir 20 ár. Þetta er geðveikur dagur og ég óska öllum Víkingum til hamingju með daginn. “ Sagði Haraldur Haraldsson framkvæmdastjóri Víkings um tilfinninguna eftir að Víkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 2-0 sigri á Leikni í Víkinni í gær.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Leiknir R.

Víkingar ákváðu að halda tryggð við Arnar Gunnlaugsson þjálfara liðsins þrátt fyrir erfitt gengi liðsins á síðustu leiktíð. Eru Víkinga að uppskera vegna þess að þeir sýndu þolinmæði?

„Arnar er ótrúlegur karakter og þegar við réðum hann haustið 2018 þá kynnti hann fyrir okkur stefnu sem við vorum mjög hrifnir af og höfum unnið eftir síðan. Vissulega kom smá bakslag í þetta 2020 en ég sagði sjálfur þá um vorið að þetta væri sterkasta lið sem Víkingur hefur átt. Gekk ekki upphjá okkur og úrslitin voru ekki að falla með okkur en við vorum kannski bara aðeins of gráðugir og ætluðum okkur þetta á aðeins of stuttum tíma en uppskeran í sumar er þriggja ára verkefni.“

Víkingar horfa björtum augum á framtíðina og þær breytingar sem eru að verða á högum félagsins en félagssvæði þeirra í borginni er að stækka töluvert nú þegar þeir taka við Safamýri af Fram þegar Fram flytur í Úlfarsárdal.

„Þetta gefur félaginu gríðarlega mikið og framundan eru mjög spennandi tímar í félaginu. Við erum að taka yfir stærra svæði þar sem Fram var áður og það er mikill vöxtur framundan og að vera í þessari stöðu akkurat í dag eru bara algjör forréttindi og við eigum ennþá eftir að klára tímabilið. Erum í undanúrslitum í bikar og leikum gegn Vestra næsta laugardag. Það er ekkert leyndarmál að við ætlum að vinna tvöfalt þetta árið.“

Sagði Haraldur en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Við biðjumst þó velvirðingar á hljóðtruflunum í upphafi myndbandsins
Athugasemdir
banner