Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   sun 26. september 2021 11:45
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Haralds: Það er ekkert leyndarmál að við ætlum að vinna tvöfalt
Haraldur Haraldsson framkvæmdastjóri Víkinga á gleðistund
Haraldur Haraldsson framkvæmdastjóri Víkinga á gleðistund
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er náttúrulega alveg ótrúleg. Þetta er geggjuð tilfinning fyrir framan allt þetta fólk, Við unnum jú bikarinn á 2019 á Laugardalsvelli fyrir framan að ég held 3000 Víkinga, Við náðum að koma rúmlega 2000 hér inn en hefðum getað selt 4000 miða. Þetta er bara ótrúlega góð tilfinning og maður er svo stoltur af þessu félagi sínu hafandi verið í þessu í yfir 20 ár. Þetta er geðveikur dagur og ég óska öllum Víkingum til hamingju með daginn. “ Sagði Haraldur Haraldsson framkvæmdastjóri Víkings um tilfinninguna eftir að Víkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 2-0 sigri á Leikni í Víkinni í gær.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Leiknir R.

Víkingar ákváðu að halda tryggð við Arnar Gunnlaugsson þjálfara liðsins þrátt fyrir erfitt gengi liðsins á síðustu leiktíð. Eru Víkinga að uppskera vegna þess að þeir sýndu þolinmæði?

„Arnar er ótrúlegur karakter og þegar við réðum hann haustið 2018 þá kynnti hann fyrir okkur stefnu sem við vorum mjög hrifnir af og höfum unnið eftir síðan. Vissulega kom smá bakslag í þetta 2020 en ég sagði sjálfur þá um vorið að þetta væri sterkasta lið sem Víkingur hefur átt. Gekk ekki upphjá okkur og úrslitin voru ekki að falla með okkur en við vorum kannski bara aðeins of gráðugir og ætluðum okkur þetta á aðeins of stuttum tíma en uppskeran í sumar er þriggja ára verkefni.“

Víkingar horfa björtum augum á framtíðina og þær breytingar sem eru að verða á högum félagsins en félagssvæði þeirra í borginni er að stækka töluvert nú þegar þeir taka við Safamýri af Fram þegar Fram flytur í Úlfarsárdal.

„Þetta gefur félaginu gríðarlega mikið og framundan eru mjög spennandi tímar í félaginu. Við erum að taka yfir stærra svæði þar sem Fram var áður og það er mikill vöxtur framundan og að vera í þessari stöðu akkurat í dag eru bara algjör forréttindi og við eigum ennþá eftir að klára tímabilið. Erum í undanúrslitum í bikar og leikum gegn Vestra næsta laugardag. Það er ekkert leyndarmál að við ætlum að vinna tvöfalt þetta árið.“

Sagði Haraldur en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Við biðjumst þó velvirðingar á hljóðtruflunum í upphafi myndbandsins
Athugasemdir
banner