Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   fim 26. nóvember 2015 13:42
Magnús Már Einarsson
Bjarni Jó: Desember verður mánuður tilkynninga
Bjarni og Elvar Ingi í dag.
Bjarni og Elvar Ingi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við sömdum um líklegt kaupverð áður en við ræddum við leikmanninn," sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari ÍBV við Fótbolta.net í dag.

ÍBV hefur keypt Elvar Inga Vignisson frá Fjarðabyggð en Bjarni vill sjá meira um það í íslenska boltanum að leikmenn gangi kaupum og sölum en fari ekki einungis á milli félaga þegar þeir eru samningslausir.

„Við höfum séð að leikmenn utan að landi eru að koma í bæinn og öfugt þó að það sé algengara að góðir leikmenn utan að landi fari í Reykjavíkurféölgin. Ef við lítum á leikmann sem fjárfestingu hjá íslenskum félögum í dag þá verðum við að stunda alvöru viðskipti og vera sanngjarnir hvor við annan."

Elvar Ingi er tvítugur kantmaður sem er uppalinn hjá Aftureldingu en hann spilaði alla leiki Fjarðabyggðar í 1. deildinni í fyrra.

„Ég þekki aðeins til hans og hann er spennandi leikmaður. Leikstíll hans og karakter inni á velli er mjög spennandi. Ég tel að hann muni smellpassa inn í þann leikstíl sem ég og ÍBV stöndum fyrir."

Bjarni segir að Eyjamenn séu á fullu að leita að frekari liðsstyrk fyrir næsta sumar.

„Við erum rétt að byrja. Það er smá tappi í þessu núna en ég hugsa að desember verði mánuður tilkynninga um nýja leikmenn í efstu deild," sagði Bjarni.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner