Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. janúar 2021 10:30
Magnús Már Einarsson
Hamren besti þjálfarinn að mati Ragga Sig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson, varnarmaður íslenska landsliðsins, segir að Erik Hamren sé besti þjálfari sem hann hefur verið með á ferlinum.

Erik hætti sem þjálfari íslenska landsliðsins í nóvember en hann fékk Ragnar til að hætta við að hætta að leika með íslenska landsliðinu eftir HM í Rússlandi árið 2018.

Ragnar, sem gekk á dögunum í raðir Rukh Lviv í Úkraínu, er mikill aðdáandi Hamren.

Raggi var spurður að því á Instagram síðu sinni hver væri besti þjálfarinn sem hann hefur verið með.

„Ég hef verið með marga góða þjálfara og þeir eru allir mismunandi...en Erik Hamren er með 1. sætið hingað til," sagði Raggi.

Sjá einnig:
Besta æfingin sem Raggi Sig fór á var hjá Luka Kostic
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner