Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 27. febrúar 2023 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umboðsmaður Salah svarar: Aldrei rætt eða hugsað um þetta
Mohamed Salah.
Mohamed Salah.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var sagt frá því í slúðrinu í morgun að Mohamed Salah væri tilbúinn að yfirgefa Liverpool í sumar ef liðinu mistekst að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Það var fjölmiðillinn Fijaches sem greindi upprunalega frá þessum tíðindum.

En umboðsmaður Salah, Ramy Abbas, hefur núna stigið fram og segir að um algjört kjaftæði sér að ræða.

„Kjaftæði. Við höfum aldrei rætt þetta eða hugsað um þetta," skrifaði Abbas á Twitter.

Salah skrifaði undir nýjan samning við Liverpool síðasta sumar og er launahæsti leikmaður félagsins. Hinn þrítugi Salah er núna samningsbundinn félaginu til ársins 2025.

Hann hefur á þessu tímabili gert 19 mörk í öllum keppnum.
Athugasemdir
banner