Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Jón Þór: Færum þeim það upp í hendurnar
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
Birta Georgs: Við höfum allar óbilandi trú á þeim
John Andrews: Spiluðu með Víkingshjartanu
Óli Kristjáns: Slakasta frammistaða okkar í sumar
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
   þri 27. febrúar 2024 19:13
Sverrir Örn Einarsson
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
Icelandair
Glódís með fyrirliðabandið á miðri mynd fagnar í leikslok
Glódís með fyrirliðabandið á miðri mynd fagnar í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alveg hægt að segja það að þetta var gríðarlega sætt og maður var svona smá "emotional" eftir leik. Þetta skipti okkur gríðarlega miklu máli og mér fannst við sýna í dag að þetta væri það sem við virkilega vildum.“ Sagði fyrirliði Íslands Glódís Perla Viggósdóttir um tilfinninguna eftir 2-1 endurkomusigur Íslands á Serbíu á Kópavogsvelli í dag sem tryggði liðinu áframhaldandi dvöl í A-deild Þjóðardeildar UEFA.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

Íslenska liðið lenti undir snemma leiks og var langt liðið á leikinn þegar Sveindís Jane Jónsdóttir jafnaði. Skömmu fyrir leikslok tryggði Bryndís Níelsdóttir Íslandi svo sigur. Hvað var það í augum Glódísar sem ýtti liðinu yfir þessa hindrun?

„Fyrst og fremst þolinmæði af okkar hálfu. Það var ekkert panik eða stress yfir því að þær skora svona snemma, frekar finnst mér við stíga upp eftir markið. Við förum að spila betur og fara betur með boltann og eiginlega tökum yfir leikinn. Mér fannst við því svara því gríðarlega vel og svo undir lokin eru þær orðnar gríðarlega þreyttar og þá náum við að nýta okkar styrkleika.“

Sigurinn tryggði eins og áður segir Íslandi áframhaldandi veru í A-deild og því ljóst að andstæðingar okkar í komandi undankeppni EM verða gríðarlega sterkir. Um komandi verkefni sagði Glódís.

„Við erum að fara að spila við gríðarlega sterkar þjóðir og það verður alveg áskorun. Þetta er ekki auðvelt verkefni að spila í A-deild en það er það sem við viljum. Við viljum máta okkur við þessi lið þótt við kannski áttum okkur á að við erum ekki þar akkúrat núna en það er þar sem við viljum vera. Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp ef við ætlum að vera í þessari baráttu því það er klárlega þar sem við viljum vera.“

Sagði Glódís en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan þar sem hún ræðir meðal annars aðstöðumál.
Athugasemdir
banner
banner
banner