Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   lau 27. mars 2021 17:45
Hafliði Breiðfjörð
Jerevan í Armeníu
Aron Einar: Völlurinn er fínn undir snjónum
Icelandair
Aron Einar á æfingu Íslands í snjónum í Jerevan í dag.
Aron Einar á æfingu Íslands í snjónum í Jerevan í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum vanir ýmsu sem betur fer og látum ekki snjó stoppa okkur," sagði Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins við Fótbolta.net í Jerevan í Armeníu í dag.

Ísland mætir þar heimamönnum í undankeppni HM 2022 klukkan 16:00 á morgun og þegar liðið mætti á æfingu dagsins snjóaði mikið og völlurinn var alhvítur.

„Völlurinnn er samt fínn undir og ekkert alltof linur eða neitt. Það á víst að hlýna á morgun og vonandi verður hann ekki of linur og blautur. En við breytum því ekki. Við erum bara einbeittir á að ná í góð úrslit. Það skiptir okkur mestu máli. Það var ágætt að fá smá sjó framan í okkur og vekja okkur aðeins. Í skólanum í gamla daga í frímínútum var allt á kafi í snjó ég er vanur þessu."

Íslenska liðið tapaði 3 - 0 fyrir Þjóðverjum í Duisburg á fimmtudaginn og í fundaði svo seinnipartinn í dag.

„Við fórum yfir leikinn gegn Þýskalandi á fundi. Það er ýmislegt sem við gátum tekið úr því og margt sem við getum betrumbætt í ýmsum hreyfingum og varnarhlutverkum og plássi á milli lína. Það var fínn fundur sem tekur okkur inn í næsta leik og það sem þarf að bæta."

„Við erum að mæta liði sem er fullt sjálfstraust. Þeir komu til baka á sama tíma og við í gær með sjálfstraust eftir 1-0 sigur á Liectenstein. Þeir hafa unnið fjóra af síðustu sex leikjum svo það er hugur í þeim. Við vitum að þeir koma til með að mæta okkur dýrvitlausir á morgun og vilja pottþétt ná í stig á heimavelli og halda áfram. Við verðum að mæta þeim af krafti."


Hvað veistu um armenska liðið, verðum við meira með boltann í þessum leik?
„Þeir pressa vel saman sem lið, og eru vel skipulagðir. Þeir eru með flinka menn fram á við sem við þurfum að hafa gætur á. Um leið og við fáum ró í okkar leik sem gerðist í leiknum á móti Þýskalandi en ekki nógu oft, þá náðum við að komast á milli lína og spila okkur í gegn. Við fengum nokkur hálffæri, þurftum að gera meira af því á morgun og vera rólegir á boltann og afslappaðir. Af sama skapi þurfum við að vera agrressívir og mæta þeim af fullum krafti því þeir koma til með að gera það við okkur á morgun."

Nánar er rætt við Aron í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner