Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   lau 27. mars 2021 17:45
Hafliði Breiðfjörð
Jerevan í Armeníu
Aron Einar: Völlurinn er fínn undir snjónum
Icelandair
Aron Einar á æfingu Íslands í snjónum í Jerevan í dag.
Aron Einar á æfingu Íslands í snjónum í Jerevan í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum vanir ýmsu sem betur fer og látum ekki snjó stoppa okkur," sagði Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins við Fótbolta.net í Jerevan í Armeníu í dag.

Ísland mætir þar heimamönnum í undankeppni HM 2022 klukkan 16:00 á morgun og þegar liðið mætti á æfingu dagsins snjóaði mikið og völlurinn var alhvítur.

„Völlurinnn er samt fínn undir og ekkert alltof linur eða neitt. Það á víst að hlýna á morgun og vonandi verður hann ekki of linur og blautur. En við breytum því ekki. Við erum bara einbeittir á að ná í góð úrslit. Það skiptir okkur mestu máli. Það var ágætt að fá smá sjó framan í okkur og vekja okkur aðeins. Í skólanum í gamla daga í frímínútum var allt á kafi í snjó ég er vanur þessu."

Íslenska liðið tapaði 3 - 0 fyrir Þjóðverjum í Duisburg á fimmtudaginn og í fundaði svo seinnipartinn í dag.

„Við fórum yfir leikinn gegn Þýskalandi á fundi. Það er ýmislegt sem við gátum tekið úr því og margt sem við getum betrumbætt í ýmsum hreyfingum og varnarhlutverkum og plássi á milli lína. Það var fínn fundur sem tekur okkur inn í næsta leik og það sem þarf að bæta."

„Við erum að mæta liði sem er fullt sjálfstraust. Þeir komu til baka á sama tíma og við í gær með sjálfstraust eftir 1-0 sigur á Liectenstein. Þeir hafa unnið fjóra af síðustu sex leikjum svo það er hugur í þeim. Við vitum að þeir koma til með að mæta okkur dýrvitlausir á morgun og vilja pottþétt ná í stig á heimavelli og halda áfram. Við verðum að mæta þeim af krafti."


Hvað veistu um armenska liðið, verðum við meira með boltann í þessum leik?
„Þeir pressa vel saman sem lið, og eru vel skipulagðir. Þeir eru með flinka menn fram á við sem við þurfum að hafa gætur á. Um leið og við fáum ró í okkar leik sem gerðist í leiknum á móti Þýskalandi en ekki nógu oft, þá náðum við að komast á milli lína og spila okkur í gegn. Við fengum nokkur hálffæri, þurftum að gera meira af því á morgun og vera rólegir á boltann og afslappaðir. Af sama skapi þurfum við að vera agrressívir og mæta þeim af fullum krafti því þeir koma til með að gera það við okkur á morgun."

Nánar er rætt við Aron í spilaranum að ofan.
Athugasemdir