„Það er mjög sárt að taka ekki stig héðan. Mér fannst við eiga það skilið," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 2-1 tap gegn Val í kvöld.
Tobias Thomsen skoraði sigurmark Vals gegn sínum gömlu félögum á lokasekúndunum. KR-ingar vildu meina að um brot hefði verið að ræða í aðdraganda sigurmarksins.
Tobias Thomsen skoraði sigurmark Vals gegn sínum gömlu félögum á lokasekúndunum. KR-ingar vildu meina að um brot hefði verið að ræða í aðdraganda sigurmarksins.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 1 KR
„Arnór (Sveinn Aðalsteinsson) er ósáttur inni í klefa. Honum fannst á sér brotið í skallaeinvígi við Tobias Thomsen áður en boltinn fór út á kant. Síðan kom fyrigjöfin og Tobias skoraði eða það var sjálfsmark."
Aðspurður um stöðuna á KR-liðinu sagði Rúnar: „Við erum búnir að vera á ágætis róli og vitum hvað við viljum og hvað við erum að gera. Við þurfum að þora að taka boltann niður og spila honum meira. Við getum það. Við erum með leikmennina til þess."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir























