Nökkvi Egilsson (Augnablik)
Leikmaður níundu umferðar í 3. deild - í boði Jako Sport - er Nökkvi Egilsson leikmaður Augnablik en hann skoraði tvö glæsileg mörk í 3-2 sigri liðsins á KFS.
Umferðin fór fram um síðustu mánaðamót
Umferðin fór fram um síðustu mánaðamót
Sverir Mar Smárason og Óskar Smári völdu hann í Ástríðunni. Þeir sögðu að Víðir Þorvarðarson leikmaður KFS og Kristján Gunnarsson leikmaður Elliða hafi einnig komið til greina en Víðir skoraði bæði mörk KFS og Kristján skoraði tvö í 5-2 sigri á Dalvík/Reyni.
„Nökkvi Egilsson skoraði þessi tvö mögnuðu mörk fyrir utan teig og kemur Augnablik aftur inn í þennan leik áður en þeir taka sigurinn á 90. mínútu og fyrir það gefum við honum titilinn leikmaður umferðarinnar," Sverrir Mar.
„Nökkvi hefur verið í Augnablik frá 2019. Mér finnst hann vera vaxa með hverju tímabilinu. Verið betri með hverju árinu, búinn að spila meira og þessi mörk eru algjör gull af mörkum," sagði Óskar Smári.
Í ellefu leikjum í sumar hefur Nökkvi skorað þrjú mörk.
Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Matthew Woo Ling (Dalvík/Reynir)
2. umferð - Ante Marcic (Kormákur/Hvöt)
3. umferð - Arnar Laufdal Arnarsson (Augnablik)
4. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (Víðir)
5. umferð - Robertas Freidgeimas (Sindri)
6. umferð - Arnar Sigþórsson (ÍH)
7. umferð - Arnar Sigþórsson (ÍH)
8. umferð - Ingvi Rafn Ingvarsson (Kormákur/Hvöt)
Hægt er að hlusta á Ástríðuna í spilaranum neðst í fréttinni eða í öllum hlaðvarpsveitum
Athugasemdir