Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
   sun 27. september 2020 17:20
Baldvin Már Borgarsson
Óli Stígs: Þetta kom öllum á óvart
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Stígsson, annar þjálfara Fylkis var gríðarlega ánægður með að sækja 3 stig á Meistaravelli fyrr í dag.

Fylkir vann KR 2-1 í gríðarlega dramatískum leik þar sem tvö rauð spjöld fengu að líta dagsins ljós og Fylkir skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 97. mínútu eftir ansi mikla dramatík.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Fylkir

„Þetta var svona eiginlega best eins og það verður, skora sigurmarkið þegar að 30 sekúndur eru eftir, ég er bara hrikalega ánægður með þennan sigur.''

„Við ætluðum að láta þá hafa fyrir þessu, vera áræðnir og aggressívir og byrjuðum leikinn vel. Völlurinn var svolítið þungur og erfitt að spila en KR-ingarnir voru aðeins sterkari í lok fyrri hálfleiksins, ég var samt ánægður með fyrri hálfleikinn. Svo skora þeir snemma í seinni og við missum mann útaf, þetta verður mjög erfitt eftir það.''


Sáu þjálfarar Fylkis hvað gerist í aðdraganda rauða spjaldsins á Beiti og vítaspyrnudómsins?

„Nei, ég fór strax að horfa á hvernig vörnin mín var staðsett til að loka á skyndisókn svo þetta kom öllum á óvart bara.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Óli leikinn betur, aðstæðurnar og á hvaða vegferð Fylkismenn eru.
Athugasemdir