Á föstudagskvöld klukkan 19:15 mætast Víðir í Garði og KFG í úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins á Laugardalsvelli. Spennandi verður að sjá hvaða lið verður fyrsti sigurvegarinn í þessari nýju keppni sem er bikarkeppni neðri deilda.
Tryggðu þér miða hérna
Tryggðu þér miða hérna
Joaquin Ketlun markvörður og fyrirliði Víðis segir að það sé mikil spenna í Garðinum fyrir úrslitaleiknum. Hann býst við mjög jöfnum leik.
„Þetta verður vonandi góð sýning fyrir alla sem koma, góð sýning fyrir okkar litla bæjarfélag og fyrir krakkana í bænum," segir Joaquin.
Argentínski markvörðurinn, sem er einnig með króatískt ríkisfang, hefur spilað á Íslandi frá 2021. Fyrst lék hann með Sindra og svo hefur hann spilað með Víði frá því í fyrra. Hann vonast til þess að leikurinn muni hjálpa fótboltanum í Garðinum að þróast og komast á næsta stig .
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en beðist er velvirðingar á hljóðtruflunum sem koma af og til.
27.09.2023 10:30
Rútuferð og upphitun á Ölveri hjá Víðismönnum - KFG á Dúllubarnum
Athugasemdir