Rúnar Kristinsson hefur framlengt samning sinn við Fram til næstu tveggja ára í það minnsta en þetta kemur fram í tilkynningu frá Frömurum í dag.
Framarar fengu Rúnar í október árið 2023 eftir erfitt tímabil þar sem liðið rétt náði að bjarga sér frá falli.
Undir hans stjórn hafnaði liðið í 9. sæti á fyrsta tímabili, en náði mikilli bætingu á þessari leiktíð.
Fram hafnaði í 6. sæti fyrir tvískiptingu í ár og spilar nú í efri hlutanum, sem hefur einmitt verið markmið félagsins síðustu ár.
Mikil ánægja hefur verið með hans störf og hafa Framarar nú staðfest það með nýjum tveggja ára samningi, en hann skrifaði undir í dag.
Frábærar fréttir fyrir Fram sem undirbýr sig nú undir Reykjavíkurslag gegn Val en liðin eigast við í Úlfarsárdal á morgun þar sem Framarar eiga möguleika á því að koma sér upp í fimmta sæti deildarinnar.
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 23 | 13 | 6 | 4 | 49 - 28 | +21 | 45 |
2. Valur | 23 | 12 | 5 | 6 | 54 - 36 | +18 | 41 |
3. Stjarnan | 23 | 12 | 5 | 6 | 43 - 35 | +8 | 41 |
4. Breiðablik | 23 | 9 | 8 | 6 | 38 - 36 | +2 | 35 |
5. FH | 23 | 8 | 7 | 8 | 41 - 35 | +6 | 31 |
6. Fram | 23 | 8 | 5 | 10 | 33 - 33 | 0 | 29 |
Athugasemdir