Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
   mið 27. október 2021 17:10
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu hvernig nýr KR-völlur mun líta út
Næsta tímabil á að vera það síðasta á KR-vellinum í núverandi mynd
Tölvuteiknuð mynd af því hvernig svæði KR mun líta út ef áætlun nær fram að ganga.
Tölvuteiknuð mynd af því hvernig svæði KR mun líta út ef áætlun nær fram að ganga.
Mynd: KR
Frá Meistaravöllum í sumar.
Frá Meistaravöllum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR-ingar stefna að því að kveðja heimavöll sinn í núverandi mynd eftir næsta tímabil en gríðarleg uppbygging er í kortunum á svæði félagsins.

Í sjónvarpinu hér að ofan má sjá hvernig nýtt KR-svæði á að líta út

„Uppbyggingin á að geta farið af stað þegar deiliskipulagið er komið í gegn upp úr áramótum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef frá okkar ráðgjöfum þá eiga framkvæmdir að geta hafist á einhverjum 10-12 mánuðum frá því að leyfi liggur fyrir, að því gefnu að við séum komin með fjármögnun," segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR.

Reykjavíkurborg sér um byggingu á sérstöku knatthúsi, þar rúmast hálfur fótboltavöllur og húsið í svipuðum stíl og það sem var byggt á svæði ÍR-inga í Mjódd. Við það verður svo sérstök tengibygging.

Eins og staðan er í dag er önnur uppbygging á svæðinu í höndum KR, þar á meðal er nýr aðalvöllur en hann mun snúa frá norðri til suður í stað austurs til vestur eins og nú er.

„Bjartsýnasta spá er sú að næsta tímabil verði síðasta tímabil liðsins á KR-vellinum eins og hann er í dag. Við myndum hefja framkvæmdir við völlinn eftir síðasta leik, en vonandi verður hægt að byrja á knatthúsinu fyrir þann tíma," segir Páll.

Við völlinn verða svo byggðar íbúðir og einnig þjónusturými en lengi hefur verið í umræðunni að KR-ingar séu langt á eftir þeim félögum sem þeir eru að keppa við þegar kemur að endurnýjun á aðstöðu.

Ætla sér ekki að fara úr sínu svæði
Meðan á framkvæmdum mun standa hyggjast KR-ingar leika heimaleiki sína til bráðabirgða á gervigrasvelli sínum á svæðinu og þurfa því ekki að finna sér tímabundið heimili annars staðar.

„Menn sjá fyrir sér að koma upp aðstöðu við gervigrasvöllinn. Utan á knatthúsinu kæmi þá stúka sem yrði bráðabirgða- eða varanleg stúka. Svo myndum við líklega setja bráðabirgðastúku við bílastæðið fyrir aftan. Við myndum þá væntanlega spila á gervigrasvellinum í eitt tímabil, þannig er tillaga okkar ráðgjafa," segir Páll.

Gras eða gervigras?
Meistaravellir eru með náttúrulegu grasi í dag. Þegar Páll er spurður að því hvort nýr aðalvöllur félagsins verði með grasi eða gervigrasi segir hann það einfaldlega óráðið. Það sé ákvörðun sem þyrfti þá væntanlega að taka eftir um það bil eitt ár.
Athugasemdir
banner
banner