Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
   mið 27. október 2021 17:10
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu hvernig nýr KR-völlur mun líta út
Næsta tímabil á að vera það síðasta á KR-vellinum í núverandi mynd
Tölvuteiknuð mynd af því hvernig svæði KR mun líta út ef áætlun nær fram að ganga.
Tölvuteiknuð mynd af því hvernig svæði KR mun líta út ef áætlun nær fram að ganga.
Mynd: KR
Frá Meistaravöllum í sumar.
Frá Meistaravöllum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR-ingar stefna að því að kveðja heimavöll sinn í núverandi mynd eftir næsta tímabil en gríðarleg uppbygging er í kortunum á svæði félagsins.

Í sjónvarpinu hér að ofan má sjá hvernig nýtt KR-svæði á að líta út

„Uppbyggingin á að geta farið af stað þegar deiliskipulagið er komið í gegn upp úr áramótum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef frá okkar ráðgjöfum þá eiga framkvæmdir að geta hafist á einhverjum 10-12 mánuðum frá því að leyfi liggur fyrir, að því gefnu að við séum komin með fjármögnun," segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR.

Reykjavíkurborg sér um byggingu á sérstöku knatthúsi, þar rúmast hálfur fótboltavöllur og húsið í svipuðum stíl og það sem var byggt á svæði ÍR-inga í Mjódd. Við það verður svo sérstök tengibygging.

Eins og staðan er í dag er önnur uppbygging á svæðinu í höndum KR, þar á meðal er nýr aðalvöllur en hann mun snúa frá norðri til suður í stað austurs til vestur eins og nú er.

„Bjartsýnasta spá er sú að næsta tímabil verði síðasta tímabil liðsins á KR-vellinum eins og hann er í dag. Við myndum hefja framkvæmdir við völlinn eftir síðasta leik, en vonandi verður hægt að byrja á knatthúsinu fyrir þann tíma," segir Páll.

Við völlinn verða svo byggðar íbúðir og einnig þjónusturými en lengi hefur verið í umræðunni að KR-ingar séu langt á eftir þeim félögum sem þeir eru að keppa við þegar kemur að endurnýjun á aðstöðu.

Ætla sér ekki að fara úr sínu svæði
Meðan á framkvæmdum mun standa hyggjast KR-ingar leika heimaleiki sína til bráðabirgða á gervigrasvelli sínum á svæðinu og þurfa því ekki að finna sér tímabundið heimili annars staðar.

„Menn sjá fyrir sér að koma upp aðstöðu við gervigrasvöllinn. Utan á knatthúsinu kæmi þá stúka sem yrði bráðabirgða- eða varanleg stúka. Svo myndum við líklega setja bráðabirgðastúku við bílastæðið fyrir aftan. Við myndum þá væntanlega spila á gervigrasvellinum í eitt tímabil, þannig er tillaga okkar ráðgjafa," segir Páll.

Gras eða gervigras?
Meistaravellir eru með náttúrulegu grasi í dag. Þegar Páll er spurður að því hvort nýr aðalvöllur félagsins verði með grasi eða gervigrasi segir hann það einfaldlega óráðið. Það sé ákvörðun sem þyrfti þá væntanlega að taka eftir um það bil eitt ár.
Athugasemdir
banner
banner