Breiðablik er Íslandsmeistari árið 2024 eftir að hafa unnið Víking 3-0, í hreinum úrslitaleik um titilinn í Víkinni í kvöld. Nikolaj Hansen fyrirliði Víkinga mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 - 3 Breiðablik
„Ógeðslega súrt, til hamingju Blikar, þeir voru betri en við í dag. Við gáfum allt í þetta en það var ekki nóg."
„Það vantaði gæði, við spiluðum ekki okkar leik í dag. Breiðablik voru mjög góðir, pressuðu vel á okkur. Við náðum ekki að spila stöðugan fótbolta."
Víkingar töpuðu einnig úrslitaleik Mjólkurbikarsins.
„Við í Víking viljum við vinna titla. Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott fyrir Víking."
Viðtalið má sjá í heild sinni eftir leik.
Athugasemdir