Wolves reynir við Sancho - Arsenal skoðar aðra kosti - Garnacho á förum?
Arnór Gauti: Þetta var bara fullkominn dagur
Höskuldur tileinkaði markið nýfæddri dóttur sinni: Sennilega átt að taka vögguna frekar
Maggi: Eina skiptið á ævinni sem ég er pirraður út í Anton
Dóri Árna: Vonbrigði að fókus Mosfellinga var á að púa á Arnór Gauta
Steini um leikhléið: Sýndi það hvernig þær litu á leikinn
Guðrún: Var bara að njóta þess að vera við hliðina á henni
Karólína sá boltann inni: Hélt ég væri að fara að skora
Sveindís: Ég gæti spilað annan leik núna
Emilía Kiær: Með mjög góða einstaklinga sem spila í Barcelona og Lyon
Ingibjörg stolt: Þær vita hvað þetta þýðir mikið fyrir mig
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
   mið 27. nóvember 2019 21:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elínbergur: Við erum ótrúlega stoltir af þeim
Elínbergur Sveinsson.
Elínbergur Sveinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög erfitt - þeir eru með gríðarlega sterkt lið og sýndu það sérstaklega í fyrri hálfleik," sagði Elínbergur Sveinsson, þjálfari 2. flokks ÍA, eftir 4-1 tap í seinni leik liðsins gegn Derby í Evrópukeppni unglingaliða.

Mér fannst við koma sterkir inn í seinni hálfleikinn og þó staðan hefði verið erfið þá gáfust strákarnir aldrei upp; þeir eru bara þannig - þeir eru gríðarlega sterkir karakterar og vinna vel fyrir hvorn annan. Við erum ótrúlega stoltir af þeim."

ÍA sem eru Íslandsmeistarar í 2. flokki tapaði einvíginu samanlagt 6-2 eftir 2-1 tap á heimavelli.

Eftir leikinn voru leikmenn og þjálfarar ÍA lengi eftir á vellinum og tóku góðan hring.

„Þetta var í rauninni ákveðin kveðjustund. Þetta er búið að vera mjög langt tímabil og þetta var ákveðin kveðjustund fyrir marga, margir að fara í önnur verkefni og ganga upp úr 2. flokk. Við vildum þakka fyrir samstarfið og nýttum þennan leikvang í það."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir