„Þetta var mjög erfitt - þeir eru með gríðarlega sterkt lið og sýndu það sérstaklega í fyrri hálfleik," sagði Elínbergur Sveinsson, þjálfari 2. flokks ÍA, eftir 4-1 tap í seinni leik liðsins gegn Derby í Evrópukeppni unglingaliða.
Mér fannst við koma sterkir inn í seinni hálfleikinn og þó staðan hefði verið erfið þá gáfust strákarnir aldrei upp; þeir eru bara þannig - þeir eru gríðarlega sterkir karakterar og vinna vel fyrir hvorn annan. Við erum ótrúlega stoltir af þeim."
ÍA sem eru Íslandsmeistarar í 2. flokki tapaði einvíginu samanlagt 6-2 eftir 2-1 tap á heimavelli.
Eftir leikinn voru leikmenn og þjálfarar ÍA lengi eftir á vellinum og tóku góðan hring.
„Þetta var í rauninni ákveðin kveðjustund. Þetta er búið að vera mjög langt tímabil og þetta var ákveðin kveðjustund fyrir marga, margir að fara í önnur verkefni og ganga upp úr 2. flokk. Við vildum þakka fyrir samstarfið og nýttum þennan leikvang í það."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Takk fyrir okkur frá Derby pic.twitter.com/c7VUFYdPR9
— ÍA Akranes FC (@ia_akranes) November 27, 2019
Athugasemdir