Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mið 27. nóvember 2019 21:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elínbergur: Við erum ótrúlega stoltir af þeim
Elínbergur Sveinsson.
Elínbergur Sveinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög erfitt - þeir eru með gríðarlega sterkt lið og sýndu það sérstaklega í fyrri hálfleik," sagði Elínbergur Sveinsson, þjálfari 2. flokks ÍA, eftir 4-1 tap í seinni leik liðsins gegn Derby í Evrópukeppni unglingaliða.

Mér fannst við koma sterkir inn í seinni hálfleikinn og þó staðan hefði verið erfið þá gáfust strákarnir aldrei upp; þeir eru bara þannig - þeir eru gríðarlega sterkir karakterar og vinna vel fyrir hvorn annan. Við erum ótrúlega stoltir af þeim."

ÍA sem eru Íslandsmeistarar í 2. flokki tapaði einvíginu samanlagt 6-2 eftir 2-1 tap á heimavelli.

Eftir leikinn voru leikmenn og þjálfarar ÍA lengi eftir á vellinum og tóku góðan hring.

„Þetta var í rauninni ákveðin kveðjustund. Þetta er búið að vera mjög langt tímabil og þetta var ákveðin kveðjustund fyrir marga, margir að fara í önnur verkefni og ganga upp úr 2. flokk. Við vildum þakka fyrir samstarfið og nýttum þennan leikvang í það."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner