Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 27. nóvember 2021 09:30
Victor Pálsson
Johnson hefur mesta trú á Chelsea
Mynd: Getty Images
Glen Johnson, fyrrum leikmaður Chelsea og Liverpool, telur að það fyrrnefnda muni fagna Englandsmeistaratitlinum í lok tímabils.

Chelsea hefur spilað virkilega vel undir stjórn Thomas Tuchel á leiktíðinni og heldur áfram uppteknum hætti eftir að hafa unnið Meistaradeildina í maí.

Fyrir umferð helgarinnar er Chelsea á toppi deildarinnar en liðið spilar við Manchester United á sunnudag.

Johnson hefur bullandi trú á Tuchel og hans mönnum og telur að titillinn endi í London á næsta ári.

„Ég tel ennþá að það verði Chelsea sem mun vinna titilinn en bilið verður ekki mikið," sagði Johnson.

„Ég held að bilið verði mjög lítið en það er ekki mikið sem fær mig til að breyta um skoðun þessa stundina. Liverpool mun klárlega veita þeim keppni."
Athugasemdir
banner
banner