Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 28. febrúar 2020 10:29
Magnús Már Einarsson
Mane vissi ekki að meistararnir fá medalíu
Sadio Mane, leikmaður Liverpool, segist hafa frétt það í vikunni að leikmenn meistaraliðsins á Englandi fái medalíu eftir tímabilið.

Liverpool er með 22 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og getur á næstu vikum tryggt sér enska meistaratitilinn í fyrsta skipti í 30 ár.

Mane mun þá ásamt liðsfélögum sínum fá medalíu.

„Ég heyrði í gær að ef við vinnum deildina þá fáum við medalíu," sagði Mane við BBC.

„Ég vissi aldrei að það myndi gerast en mér er sama um medalíur."
Athugasemdir
banner