Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   sun 28. febrúar 2021 12:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Schalke í leit að fimmta þjálfara sínum á tímabilinu
Schalke hefur ákveðið að reka Christian Gross úr starf þjálfara liðsins eftir tap gegn Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni í gær.

Það er ekkert gott að frétta af Schalke og er liðið á botni þýsku úrvalsdeildarinnar.

Gross tók við Schalke af Manuel Baum undir lok desember og varð fjórði þjálfari liðsins á tímabilinu

David Wagner var fyrsti stjóri Schalke á tímabilinu en hann var rekinn í september. Baum var svo rekinn í desember og Huub Stevens tók við til bráðabirgða. Gross tók síðan við af Stevens en hann entist aðeins í tvo mánuði.

Jochen Schneider, sem var yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, var einnig rekinn frá félaginu ásamt Sascha Riether sem starfaði í kringum liðið.

Schalke er með níu stig eftir 23 leiki og er níu stigum frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner