
Miðvörðurinn Aron Bjarki Jósepsson er búinn að fá félagaskipti yfir í Gróttu og mun leika með félaginu í sumar.
Grótta hefur heldur betur sótt sér liðsstyrk í dag því áðan var sagt frá því að sóknarmaðurinn Pétur Theódór Árnason væri mættur á láni frá Breiðabliki.
Grótta hefur heldur betur sótt sér liðsstyrk í dag því áðan var sagt frá því að sóknarmaðurinn Pétur Theódór Árnason væri mættur á láni frá Breiðabliki.
Varnarmaðurinn spilaði með ÍA í Bestu deildinni á síðustu leiktíð en liðið féll úr Bestu deildinni.
Aron Bjarki er 33 ára gamall miðvörður sem gekk í raðir ÍA frá KR fyrir síðasta tímabil. Hann lék alls í 19 leikjum í deild og bikar með Skagamönnum og skoraði í þeim tvö mörk.
Um miðjan janúar varð það ljóst að hann myndi ekki spila áfram á Akranesi. Auk KR og ÍA, þá hefur Aron leikið með Völsungi hér á landi. Hann er uppalinn á Húsavík.
Grótta hafnaði í þriðja sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð en Aron Bjarki kemur til með að hjálpa liðinu mikið.
Athugasemdir