Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. febrúar 2023 14:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pétur Theódór mættur í Gróttu (Staðfest)
Lengjudeildin
Mættur aftur í blátt.
Mættur aftur í blátt.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sóknarmaðurinn Pétur Theodór Árnason er búinn að fá félagaskipti í Gróttu og mun leika með liðinu á nýjan leik í sumar.

Hann kemur til Gróttu á láni frá Breiðabliks, eins og Fótbolti.net greindi fyrst frá í gær.

Pétur Theódór gekk í raðir Breiðabliks frá Gróttu í lok tímabilsins 2021 en sleit krossband í hné á æfingu 1. nóvember sama ár og náði aðeins einum leik með liðinu á síðustu leiktíð - þegar hann kom inná í lokin gegn Val í 2-5 sigri 22. október.

Hann reif svo liðþófa í hné síðastliðinn nóvember en hefur verið að ná sér af þeim meiðslum.

Pétur Theódór, sem er 27 ára gamall, skoraði 23 mörk í 21 leik með Gróttu í Lengjudeildinni sumarið 2021 auk þriggja bikarmarka. Hann er uppalinn hjá Gróttu og hefur leikið þar mestallan sinn feril.

„Ég get ekki beðið eftir því að komast aftur á völlinn og hjálpa Gróttu að ná settum markmiðum. Chris og þjálfarateymið eru að gera mjög gott starf sem hefur ekki fengið næga athygli og ég hlakka til að taka þátt. Sjáumst á Vivaldi!" segir þessi öflugi sóknarmaður sem mun eflaust skora mikið í Lengjudeildinni í sumar.

Grótta hafnaði í þriðja sæti Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð en þetta er gríðarlegur liðsstyrkur fyrir félagið.


Athugasemdir
banner
banner