Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 28. febrúar 2023 15:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ef hann væri aðeins betri í fótbolta þá væri hann ekki hérna"
Lengjudeildin
Í leik með Kórdrengjum síðasta sumar.
Í leik með Kórdrengjum síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fatai Gbadamosi var einn af fyrstu leikmönnunum sem Davíð Smári Lamude fékk til Vestra. Þeir þekkjast vel en Davíð þjálfaði Fatai hjá Kórdrengjum í tvö ár.

Fatai, sem er 24 ára gamall Nígeríumaður, spilar iðulega sem varnarsinnaður miðjumaður og á að baki leiki fyrir U21 árs landslið Nígeríu.

Það var farið yfir Lengjudeildina í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag. Sigurður Heiðar Höskuldsson, aðstoðarþjálfari Vals, talaði þar býsna vel um Fatai.

„Hann er geggjaður leikmaður í þessari deild," sagði Sigurður um miðjumanninn.

„Ég hugsaði í fyrra að þessi gæi ætti bara að vera í efstu deild, í alvöru liði. Hann ætti bara á að vera á miðjunni hjá FH eða eitthvað svoleiðis."

„Hann er svakalegur íþróttamaður, er fljótur og sterkur. Hann er fínn í fótbolta. Ef hann væri aðeins betri í fótbolta þá væri hann ekki hérna (á Íslandi)."

Vestri er með hörkulið, en þar má líka finna Nicolaj Madsen frá Danmörku. „Madsen á að vera einn af þremur bestu leikmönnunum í deildinni. Ég var mikið að skoða hann þegar ég var hjá Leikni. Það er líka geggjaður leikmaður. Vestri þarf tvo til þrjá leikmenn í viðbót en stemningin sem hann (Davíð Smári) getur búið til hentar svona liði rosalega vel. Það verður viðbjóður að fara vestur og sækja þrjú stig," sagði Sigurður.

Vestra var spáð fimmta sæti í fyrstu ótímabæru spánni fyrir Lengjudeildina. Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Ótímabæra Lengjuspáin
Athugasemdir
banner
banner