Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 28. febrúar 2023 15:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvetur Bellingham til að hafna Liverpool og fara til Man Utd
Bellingham er einn sá efnilegasti í heimi.
Bellingham er einn sá efnilegasti í heimi.
Mynd: EPA
Louis Saha, fyrrum sóknarmaður Manchester United, hvetur enska landsliðsmanninn Jude Bellingham að hafna Liverpool í sumar og ganga frekar í raðir United.

Hinn 19 ára gamli Bellingham verður eftirsóttasti leikmaðurinn í sumar þar sem baráttan er sögð vera aðallega á milli fjögurra félaga; Liverpool, Manchester City, United og Real Madrid.

Liverpool þykir líklegasti áfangastaður hans en Saha telur að United sé fullkomið félag fyrir hann.

„Manchester United hefur verið að bæta sig mikið. Leikstíll þeirra er heillandi og félagið er farið að berjast um titla aftur," segir Saha.

„Jude Bellingham ætti að geta notið þess að spila þarna á miðjunni við hlið Casemiro. Hann gæti lært mikið af því. Liðið er búið að vera ótrúlegt upp á síðkastið."

Sjá einnig:
„Það eru gríðarlega stórir mánuðir framundan hjá Liverpool"
Athugasemdir
banner
banner
banner