Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 28. febrúar 2023 17:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp um Van Dijk: Fyllilega verðskuldað
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, var valinn í draumalið ársins á verðlaunahátíð FIFA í gærkvöldi.

Það hafa einhverjir furðað sig á valinu en Van Dijk hefur ekki verið að standa sig vel upp á síðkastið. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, kom sínum manni til varnar á fréttamannafundi í dag þegar hann var spurður út í valið.

„Hann komst ekki í þetta lið út frá frammistöðu sinni í síðustu fjórum eða fimm leikjum sem hann hefur spilað," sagði Klopp við fréttamenn í dag og bætti við:

„Hann komst í liðið út frá frammistöðu sinni á síðasta ári. Það er fyllilega verðskuldað."

Van Dijk er að koma til baka eftir meiðsli og Klopp segir það eðlilegt að hann þurfi tíma til að koma sér aftur í sitt besta form.

Sjá einnig:
Haaland og Benzema báðir í draumaliði ársins
Athugasemdir
banner