Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 28. febrúar 2023 09:20
Ívan Guðjón Baldursson
Rekur þjálfarann og tekur sjálfur við aðalliðinu
Balotelli skoraði 5 mörk í fyrstu 9 leikjum sínum með Sion en er búinn að missa byrjunarliðssætið og hefur aðeins tekist að safna þremur gulum spjöldum í síðustu þremur leikjum.
Balotelli skoraði 5 mörk í fyrstu 9 leikjum sínum með Sion en er búinn að missa byrjunarliðssætið og hefur aðeins tekist að safna þremur gulum spjöldum í síðustu þremur leikjum.
Mynd: EPA

Það er allt í uppnámi hjá FC Sion í svissnesku deildinni og hefur forseti félagsins ákveðið að reka þjálfarann Fabio Celestini eftir aðeins sex leiki við stjórnvölinn.


Sion er í næstneðsta sæti efstu deildar og hefur aðeins fengið tvö stig úr sex leikjum á árinu, eftir að Celestini tók við fyrir áramót. Celestini var rekinn eftir 0-4 tap á heimavelli gegn St. Gallen um helgina.

Eftir tapið sást lítill hópur stuðningsmanna Sion kveikja í treyju af Mario Balotelli, sem hefur verið gagnrýndur harkalega undanfarnar vikur. Stuðningsmenn félagsins telja hann ekki sýna nægilega mikinn metnað og virðingu fyrir treyjunni.

Það vekur athygli að Christian Constantin, forseti Sion, tekur við stjórnartaumum félagsins meðan það er í leit að nýjum aðalþjálfara.

Sion á heimaleik við Lugano í svissneska bikarnum annað kvöld og getur komist í undanúrslitin með sigri. Þá er liðið í harðri fallbaráttu í deildinni, með 22 stig eftir 22 umferðir.

Sjá einnig:
Kveiktu í Balotelli treyju


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner