Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   lau 28. maí 2016 16:44
Þorsteinn Haukur Harðarson
Eiður Benedikt: Vorum tíu sekúndum frá þremur stigum
Kvenaboltinn
Eiður Benedikt Eiríksson, þjálfari Fylkis.
Eiður Benedikt Eiríksson, þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við ætluðum að ná í þrjú stig og vorum tíu sekúndum frá því. Það eru auðvitað vonbrigði," sagði Eiður Benedikt Eiríksson, þjálfari Fylkis, eftir 1-1 jafntefli gegn ÍA í Pepsídeild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 ÍA

"Við hleyptum þeim óþarflega inn í þetta enda áttum við að klára leikinn í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik vorum við svo að spila gegn liði sem hafði engu að tapa og fór 100% í öll návígi. Það varð okkur að falli."

Þá segir Eiður að leikurinn hafi ekki verið mikið fyrir augað. "Þetta var frekar leiðinlegur leikur. Ef ég hefði verið áhorfandi hefði ég ekki fengið mikið fyrir peninginn."

Þó svo að Fylkisliðið sé enn án sigurs eftir fjóra leiki segist Eiður ekki vera farinn að hafa stórar áhyggjur.

"Nei ekki þannig. Það er auðvitað bara pirrandi. Þrjú jafntefli telja jafnmikið og einn sigur. Þetta er ömurlegt en við þurfum bara að setja meiri kraft í þetta."

Hann segir líka mikilvægt að fara að nýta heimavöllinn betur. "Þrír leikir á heimavelli og tvö stig. Það er ekki nógu gott."
Athugasemdir
banner