Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 28. maí 2020 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Eigandi Brescia um Balotelli: Ég er mjög vonsvikinn
Mynd: Getty Images
Dvöl Mario Balotelli hjá Brescia hefur ekki verið jákvæð en sóknarmaðurinn hefur ekki fundið taktinn og aðeins skorað fimm mörk í nítján deildarleikjum. Hann mætti ekki á æfingu á þriðjudaginn og hefur fengið mikla gagnrýni fyrir.

Miklar vonir voru bundnar við Balotelli þegar samið var við hann til eins árs í fyrra en hann hefur brugðist og er Brescia í neðsta sæti ítölsku deildarinnar.

Massimo Cellino, forseti félagsins, er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og er búinn að tjá sig um fjarveru Balotelli.

„Mario er sérstakur strákur og því miður þá er hausinn hans ekki hjá félaginu þessa stundina. Það er líklega verið að gera of mikið mál úr þessu," sagði Cellino, sem hefur sagt við fjölmiðla að það voru mistök að fá Balotelli til félagsins.

„Það eru nokkrar ástæður fyrir því að Balotelli virkaði ekki fyrir okkur. Ein þeirra er (Eugenio) Corini sem þykir vænt um strákinn og dekraði of mikið við hann í byrjun. Hann mætti of seint á æfingar en var ekki sektaður.

„Ég vonaðist til þess að endurkoma á heimaslóðir og barátta fyrir landsliðssæti væri nóg til að hvetja hann áfram. Ég er mjög vonsvikinn."


Balotelli sneri aftur á liðsæfingu í gær, miðvikudag. Samningur hans við Brescia rennur út í sumar.

Birkir Bjarnason gekk í raðir Brescia á frjálsri sölu í janúar og byrjaði þrjá síðustu leiki félagsins, sem töpuðust allir.

Stefnt er að því að endurræsa ítalska boltann í júní eftir rúmlega þriggja mánaða hlé vegna Covid-19.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner